Nú hef ég stundað huga.is í dálítinn tíma, og hef oftar en ekki rekið mig á hin víðfrægu stig.

Mér hefur verið bent á að stig breyti máli til að verða stjórnandi á ákveðnu áhugamáli, en finnst þó að þau megi missa sín. Þarsem að þau þjóna engum tilgangi fyrir hinn meðalnotanda nema að því leiti að aðrir geta sagt við sjálfan sig sem svo „Ég er yfir þennan notanda hafinn.“ Eða er ég að misskilja?
Einnig ýta þessi stig undir það að fólk svari greinum/sendir inn greinar sem mættu alveg missa sín þ.e. sumir notendur svari þeim
bara í þeim tilgangi að fá einhver stig og klífa þannig þennan „ofurhuga“ stiga. Einnig heyrði ég minnst á notanda sem hafði stundað það að einhverju ráði að skrá sig bara inn/út til þess að fá stig.

Nú ber ég fram mína spurningu;

Tilhvers eru þessi stig og afhverju ekki að leggja þau niður?
The Road goes ever on and on