Mikið ofsalega er íslenskukunnátta ungra íslendinga farin að fara í taugarnar á mér!

Hér á Huga er varla til sú grein, eða sá póstur sem ekki inniheldur alranga málfræði eða kolvitlausa stafsetningu eða hvort tveggja.
Vissulega eru margir hér sem skrifa vel en þeir eru því miður í miklum minnihluta.

Fólk sem skrifar svona snarvitlaust vil ég spyrja:

Ertu Íslendingur?

Ef svarið er já, væri þá ekki stórsnjallt að þú lærðir þitt eigið móðurmál og notaðir það svo rétt?
Viltu kannski bara hætta þessu alveg og nota bara ensku?
Eða ætlarðu að nota “lesblindu/skrifblindu” sem afsökun? (lesblinda/skrifblinda afsakar ef til vill lélega stafsetningu, en ekki samanhnoðaðar óskiljanlegar setningar sem viðkomandi myndi aldrei segja upphátt)

Í öllum bænum, lærið íslensku og notið hana rétt!

Sumar setningarnar hér á Huga eru svo fáránlega samsettar að maður þarf að lesa þær nokkrum sinnum til að reyna að átta sig á því hvað höfundurinn var að reyna að segja.

Ekki eru aðeins stafsetningarvillur, heldur er málfræðin einnig algerlega úti á túni.


ES. Ég fékk nú ekki alltaf 10 í íslensku, svo það eru ef til vill einhverjar villur í þessu nöldri mínu. Ég biðst velvirðingar á þeim ef einhverjar eru. <br><br><b>Woody Allen skrifaði:</b><br><hr><i>It's not the pace of life that concerns me, it's the sudden stop at the end.

Hey, don't knock masturbation, it's sex with someone I love.

-“Was it good for you too?”
-“I think the Pepto Bismol helped.”
</i><br><h
Undirskriftir með öðru en nafninu manns eru hallærislegar.