Jæja, nú er verið að endursýna Commercial Breakdown. Þátturinn er troðfullur af skemmtilegum auglýsingum frá mörgum þjóðum. En það er eitt sem pirrar mig við þættina og það er kynnirinn, Ruby Wax. Þetta er örugglega ófyndnasta kona sem ég veit um og á a.m.m. þess vegna ekkert erindi upp á svið. Ég hef aldrei heyrt svona ófyndna brandara á ævinni. Oftast þegar ég horfi á þætti með vondum húmor þá kemur eitthvað inn á milli sem fær mig til allavega að brosa, en það á ekki við um hana. Ég verð bara reiðari og reiðari í hvert skipti sem ég sé hana og ég pirrast yfirleitt ekki yfir sjónvarpsefni.