Rétt fyrir klukkan þrjú í dag sagði þulurinn á rás 2 að eftir 3 fréttir yrði nýtt lag spilað með Metallica. Ég varð auðvitað mjög spenntur og hlustaði á fréttirnar en þá kom ekki lagið heldur 20 mínútna hundleiðinleg tónleikaupptaka með Led Zeppelin (ég vil taka það fram að ég er Led Zeppelin-aðdáandi en þetta var ótrúlega leiðinlegt).

Þegar það var loksins búið sagði þulurinn að hann myndi spila 2 lög og svo Metallica. Lögin tvö komu en eftir auglýsingar kom svo þriðja leiðindalagið. Jæja, nú var klukkan orðinn 15:43(ég var keyrandi og sá klukkuna á mælaborðinu) og ekkert bólaði á laginu! En tveimur mínútum síðar kom loks lagið og ég byrjaði að slamma (jei)… en svo kom rúsínan í pylsuendanum. Þegar lagið var rétt hálfnað greip þulurinn inní og sagði að nú væri komið nóg og auglýsingar byrjuðu að hljóma!

Þetta er ekkert annað en helvítis dónaskapur að teygja þetta svona áfram endalaust og kötta svo á lagið. Í rauninni var lagið ekki spilað eftir 3 fréttir heldur fyrir 4 fréttir! Fífl og hálfvitar!


<br><br>I don´t have to be careful, I have a gun.
- Homer Simpson
I don´t have to be careful, I have a gun.