Tilefni þessarar greinar er sá að ég var að labba niðri í miðbæ í dag og tók eftir svolitlu… brjálæðislegu… og eiginlega bara endalaust fyndnu…

Það er ekki ein EINASTA gangstéttarhella frá Hlemmi og niður á Lækjartorg sem ekki er með að minnstakosti 2 tyggjóklessum klýndar æa sig…

Þetta er alveg óskaplega subbulegt og… asnalegt… hvað er svona erfitt við það að henda tyggjóinu sínu í rusladalla sem eru bæ ðe wei með 20 metra millibili.

Eru Íslendingar upp til hópa sóðar?
(Þetta er ekki alhæfing því varla getur það verið ein manneskja sem jórtrar allt þetta helvítis tyggjó og þetta er út um allt)

Er ég kannski eitthvað að misskilja þetta og er þetta svaka töff?
————–