Ég var að horfa á myndina Interstate 60 sem var alveg ágætis mynd á svolítið steiktan hátt. EN það sem fór virkilega í taugarnar á mér var myndin framan á spóluhulstrinu. Þar voru sýndar myndir af þremur leikurum, Einhverjum óþekktum gaur, Gary Oldman og Michael J. Fox. Foxinn sjálfur var talinn upp í miðjunni og var í miðið af leikurunum þremur. Þannig að maður ímyndaði sér nú að hann væri í ágætlega stóru hlutverki….

EN NEI!!! Hann kom fram í einu pínkuaukahlutverki í eina mínútu!!! Aftur á móti var gamla kempan Cristopher Lloyd í ágætlega mikilvægu hlutverki en ekki sást tangur né tetur af honum á hulstrinu og ekki minnst á hann í textanum aftaná. Þetta er algert svindl og gefur manni kolranga hugmynd af myndinni. Þar að auki var þetta afar PIRRANDI :(

Passið ykkur á svona myndum, þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur komið fyrir mig….
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil