Hvað er þetta með pólitík, er ég sá eini sem sé í gegnum þennan bjánaskap sem þessi framboð eru öll?
Alltaf sama hype í kringum pólitík, allir allt í einu orðnir voða miklir spekingar í sjónvarpi og umræðuþáttum, kosningatölur, skoðanakannanir bla bla bla..
Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta lið bara að sækja um vinnu hjá okkur og kemur til með að segja hvað sem er til að fá vinnuna, skítt með það þó liðið hafi verið í vinnu hjá okkur síðustu 8 eða 12 ár og ekki staðið sig.. þá ætla þeir að standa sig núna og lofa öllu fögru og glæstri framtíð.
Í alvöru fólk, það er árið 2003 og við búum við fátækt, skort á leikskólaplássum, ég þarf að borga fyrir krakkann minn svo hann geti verið allan daginn í skólanum.
Ég man ekki eftir því þegar ríkistjórn íslands gerði eitthvað fyrir mig, aftur á móti hafa þeir verið duglegir við að sleikja rassgatið á kínverjum og fleirum. Ég er þess handviss að næsta ríkisstjórn á bara eftir að banna falun gong hérna með lögum ég hef enga trú á að neitt breytist.
Bestað beygja sig bara og halda áfram að láta taka sig í þurt, enda er með ólíkindum hvað það virðist vera IN í dag miðað við að stjórnarflokkar hér hafi yfir höfuð fylgi.