Ég sá í dag auglýsingu í sjónvarpinu þar sem þeir gagnrýna það að sumir flokkar vilja ganga í Evrópusambandið! Og sýnt það sem gleðirfréttir fyrir sjómenn erlendis!

Vá hvað er að ?

Nú hef ég ekki athugað þessa stefnu mikið hjá minni flokkunum, en ég veit að t.d. Samfylkingin vill ekki bara fara í þetta samband og svo sjá til, heldur rannsaka það vel og reyna að fá undantekningu með fiskinn og annað… Ég held það sé enginn sem að vill fara í þetta samband ef við töpum á því!!!

Það er líka skýrt í stefnu Samfylkingar að þjóðin fær að hafa lokaorðið, eða semsagt þjóðin fær að kjósa um það hvort við förum í þetta samband eða ekki!!!!

Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem að segir bara NEI og vill ekkert athuga málið betur!

Ég vona að fólk hugsi smá út í þetta og falli ekki fyrir þessari auglýsingu!!!<br><br>________________________________________________________________________________________

X-S í ár :)