Ég var að horfa á nýdownloadaðan 16. þátt í 14. seríu, þátt 305 'scuse me while I miss the sky og kemur þar fram svolítið skemmtileg staðreynd;
Carl Carlson, svarti gaurinn sem er besti vinur Lenny, ólst upp á Íslandi.
Í stuttu máli sagt þá fjallar þátturinn meðal annars um það að Lísa fær öll ljósin í borginni til þess að slökkna til þess að minnka ljómengun svo stjörnunrnar fengu að njóta sín betur, þessi viðleitni hennar endar með því að öll ljós eru skrúfuð í botn svo það verður því sem næst dagsbirta um miðja nótt.
Við það tækifæri minnist Carl einmitt á það að: “Do you know what this reminds me off?… my icelandic boyhood.”

Þvlíkur heiður og virðing fyrir eina litla smáþjóð út á miðju ballarahafi… mér er tári næst :°-)<br><br>__________________________________________________
<i>Sú listræna áskorun; -að gera sniðuga, hnyttna og snjalla undirskrift á eftir korkapóstum á Huga- hefur plagað mig lengi. Hér með játa ég mig sigraðan, þetta var mér einfaldlega ofviða. Mér þykir leitt að valda aðdáendum mínum vonbrigðum.</i