Ég var að keyra í einu af úthverfum borgarinnar og ég er á undan strætisvagni, þegar við keyrum fram hjá biðskýli einu koma hlaupandi tvær ungar stúlkur með sundpoka að virtist, að skýlinu rétt í þann mund er vagninn fer fram hjá. Ég sé greinilega að vagnsstjórinn tekur eftir stúlkunum en horfir bara á þær og keyrir framhjá. Maður hefur nú oft sem betur fer séð vagnstjóranna stoppa þegar fólk er rétt að missa af vagninum. Þetta var ekki mikil umferðargata, Þarna var enginn á ferð, nema ég sem var á undan vagninum og þetta var eini vagninn sem fer þarna um þannig að það eina í stöðunni var að bíða eftir næstu ferð. Hvernig er það, mega vagnsstjórar lögum samkvæmt ekki stoppa ef farþegar eru rétt ókomnir á stopp staðinn? Eða var maðurinn bara hreint út sagt kvikindislegur.