Ég fæ oft þessa setningu. “Guð hvað ég hata Gísla Martein! Hann er svo smjaðurslegur og sleikir alla upp, jafnvel þótt að flóðhestur kæmi í þáttinn.”

Ég svara á sama veg og ég hef gert síðustu árin: Gísli Marteinn er frændi minn.

Þá þegja þeir, skammast sín kannski eilítið, og bæta við stuttir í spuna: “Ja, hann er nú ekki svo slæmur, gæti alveg lagað þetta bros…”

Þetta þoli ég ekki. Ég hata sjálfur Gísla Martein, finnst hann óþolandi og óaðlaðandi persóna. Að láta Halldór Ásgrímsson gaula rammfalskt í þættinum er að sjálfsögðu fyrir neðan allar gangstéttarhellur(og jafnvel malbik). Sem og klappa eins og óður api og öskra “glæsilegt, glæsilegt” yfir hverju sem er.

Sú staðreynd að ég er frændi hans, hann hafi komið í fermingarveisluna mína(örugglega sagt að hún væri sérstaklega glæsileg) o.s.frv. segir ekkert til um það hvernig mér líkar við hann. Vonandi skrifar hann ekki um mig í minningagreinarnar þegar ég dey og lofar í hástert hvað kistan mín, blómin og líkbíllinn hafi verið glæsilegur.<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð eg villur vega:
auðigur þóttumk,
er eg annan fann,
maður er manns gaman.

<i>Hávamál</i></a