Lítill krakki í írak var sofandi þegar húsið hans varð fyrir loftárás. Mamma hans sem var komin 5 mánuði á leið, pabbi hans og bræður dóu öll. Hann missti hendur og ég held fætur og er illa brunnin. Hann finnur fyrir gífurlegum sársauka og mun aldrei geta unnið framar. Hann saknar mömmu sinara og pabba og langar rosalega að sjá bræður sína. Þegar ég sá þetta í fréttunum fór ég að gráta, og ég græt ekki yfir neinu í sjónvarpi ekki einu sinni yfir litlu sveltandi börnunum í Afríku. Allan þennan sársaula þarf þetta litla barn að þola vegna þess að Bush langar til að ná í Saddam, sem hann mun áræðanlega ekki gera eins og alltaf. Þetta er bara fáránlegt. Ég sá líka annað í fréttunum, reyndar fyrir einhverjum dögum. Þá var það strákur í írak sem hafði verið að læra í skólanum að sprauta sig með móteitri ef til efnavopnaárasa kæmi.
Þetta er bara fáránlegt og stríð eiga ekki að vera……