Ég sá myndband á skjá einum.

Ég ætla ekki að giska á hljómsveitarnafnið af ótta við misskilning, en myndbandið er þannig gert að sýnt er venjulegt myndband af rokkhljómsveit að spila inni á klósetti(að því er mér virðist) og svo eru fjórir litlir kassar sem renna hægt í hring í kringum skjáinn, og á þessum kössum eru sýndar alls konar myndir. Ein þeirra er t.d. svarthvít stuttmynd um mann sem ætlar sér að bera ljós í húfunni sinni inn í húsið sitt af því það er svo dimmt, en kemst að lokum að því að það var bara dregið fyrir gluggana. Annar skjár sýnir mann í íþróttahúsi með alls konar karatespörk o.s.frv. Veit einhver hvað lagið heitir og hljómsveitin, og ef svo er, getur þá einhver bent mér á hvar hægt er að ná í það?<br><br><a href="http://www.hvurslags.blogspot.com">Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð eg villur vega:
auðigur þóttumk,
er eg annan fann,
maður er manns gaman.

<i>Hávamál</i></a