Fáskrúðsfjörður… :)

Fáskrúðsfjörður er skemmtilegur og líflegur bær…Hér búa tæplega 600 manns og allir þekkjast…:)
Það er stutt að fara á milli t.d. röltir maður út í búð, á íþróttaæfingar og í skólann. Svo koma auðvitað göngin bráðlega og þá verður enn styttra að fara á milli. Svo kemur álverið við Reyðarfjörð og þá flytur vonandi fleira fólk hingað… =)

Það er mikið félagslíf sérstaklega í félagsmiðstöðinni sem er kallað Æskó. Þar er gert mikið t.d. dansað, horft á sjónvarpið, haldin sundlaugarpartý, hrekkjarvaka, hippaæskó, náttfataæskó sem við “sofum” í félagsheimilinu og margt fleira…:)
Svo er það nú Hjónaballið fyrir ,,gamla fólkið” ;) Á hjónaballið getur fólk farið ef það er í sambúð, trúlofað eða gift… Þar er glæsilegt borðhald, skemmtiatriði og svo er dúndrandi ball á eftir…=)

Franskir Dagar eru eitt af skemmtilegustu hátíðum ársins og þeir eru haldnir seinustu helgina í júlí. Þá koma Frakkar í heimsókn og fullt af íslenskum ferðamönnum =) Þar eru haldnir götumarkaðir, leiktæki fyrir börnin, hægt er að fara á heyvögnum að varðeldinum, brekkusöngur, trúðar, Tour de Fáskrúðsfjörður (hjólreiðakeppni), fjallgöngur, kajakar við ósinn, jólahúsið opið, keppt er á Fáránleikunum í sveskjusteinaspýtingum, stígvélasparki o.fl. =) Svo má ekki gleyma böllum bæði fyrir unglinga og fullorðna!

Á sjómannadaginn er keppt í plankaslag, kappróðri og skemmtidagskráin er fyrir alla… Skemmtisigling í skipunum og boðið er uppá gos og súkkulaði… o.fl.

Það er mikið stundaðar íþróttir, t.d. fótbolti, frjálsar, sund og handbolti… Fáskrúðsfirðingar hafa oft komist suður í úrslit á Íslandsmótum í fótbolta og frjálsum… Árlega er haldið sólarkaffi í Skrúð og þá fá krakkarnir í fyrsta bekk hjálma frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, íþróttamaður ársins valinn… og allir sem hafa skarað fram úr á síðasta ári fá viðurkenningar… svo er boðið uppá kaffi og kökur…

Við í skólanum höfum fengið nýjan skólastjóra og nýja nemendur. Meira að segja einn frá Bosníu…
Skemmtanir í skólanum eru nokkrar, t.d. var haldið þorrablót og diskótek á eftir… og svo er auðvitað haldin árshátíð og þá koma allir og gera eitthvað skemmtilegt…
Íþróttardagurinn verður haldinn í vor, þá koma krakkar frá Stöðvarfirði og Breiðdalsvík og keppa við okkur í ýmsum íþróttum og námsgreinum… Svo er náttúrulega fjarðarballið sem allir 8.-10.bekkir fara á allt frá Hornafirði norður til Vopnafjarðar! Á litlu jólunum fá allir kort frá öllum… og svo er haldið spilakvöld þar sem allir fá smákökur og jólaöl…

Bærinn okkar er mjög snyrtilegur og fólk keppist við að hafa garðana sína flottasta… svo er stórkostleg náttúra allt í kringum bæinn og mikið dýralíf allt um kring… í fyrra komu til dæmis tveir svartir svanir og voru hjá okkur í nokkra daga…
Ósinn er stór tjörn, í endanum á bænum… Þar er hægt að skauta á veturnar og sigla, veiða, vaða og synda á sumrin :)

Það er mikið hægt að gera í þessum frábæra bæ okkar eins og þið sjáið og við hvetjum alla til þess að koma til okkar á Fáskrúðsfjörð hvenær sem er –að minnsta kosti á Franska daga… :)

Kveðja,

7.bekkur Grunnskólans á Fásk… :)