Rakst á stórskemmtilega frétt á mbl.is, ég er nú ansi hrædd um að Botnleðja hefði ekki vakið neina athygli ef hún hefði farið fyrir okkar hönd, bara týnst innan um hinar þjóðirnar. Það eiga örugglega margir eftir að vera límdir við skjáinn þegar þetta atriði stelpnana verður, nú er annað hvort að senda Birgittu út nakta eða bara sleppa þessu ;)

“Rússar hafa tilkynnt að fulltrúi þeirra í Evróvisjónkeppninni í Riga verði stúlknadúettinn umdeildi, Tatu. Stúlkurnar, sem eru par, hafa skotist upp á stjörnuhimininn með ógnarhraða og eru fyrstu alþjóðlegu poppstjörnur Rússa. Lagið ”All The Thing She Says“ hefur notið mikilla vinsælda undanfarið og sat m.a. í 4 vikur á toppi breska vinsældalistans.
Julia Volkova og Lena Katina, báðar eru 18 ára gamlar, munu flytja lagið ”Ne ver, Ne bojsia“, sem gæti útlagst á íslensku ”Ekkert að óttast, ekki örvænta“. Þær segjast í samtali við breska götublaðið The Sun staðráðnar í að vinna keppnina. ”Við vildum gera þetta vegna þess að við erum rússneskar af líkama og sál,“ sagði Lena. ”Við munum valda miklum usla og bjóða upp á djarfara atriði en áður hafa sést í keppninni.“

Og þær eru þegar byrjaðar að bauna á keppinautana en Lena sagði þýska keppandann, hina 39 ára gömlu Lou, ”skorpna og gamla herfu“. ”Heima í Rússlandi er hugsað vel um þá blindu og öldruðu, en þeir eru ekki sendir í Evróvisjón eins og Þjóðverjar gera." http://mbl.is/mm/frettir/show_framed_news?cid=100&nid=1023286

Kosturinn er að þær eiga örugglega eftir að gera grín af henni Birgittu okkar ;)

p.s fréttinni fylgir mynd af tveim léttklæddum stelpum, önnur er að strjúka brjóstið á hinni…. <br><br>Kv. EstHer

<font color=“navyBlue”><a href="http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=skilabodaskjodan&page=new_msg&to_user=EstHerP“>Skilaboð</a> | <a href=”mailto:esther1@simnet.is“>esther1@simnet.is</a>

Stjórnandi á <a href=”http://www.hugi.is/tiska“>Tíska & útlit</a>, <a href=”http://www.hugi.is/bornin“>Börnin okkar</a>, <a href=”http://www.hugi.is/romantik“>Rómantík</a> og <a href=”http://www.hugi.is/bornin">Heimilið</a></font
Kv. EstHer