Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í Háskólabíói í gærkvöldi. Könnunin sem var hér á huga benti til þess að flestir notendur huga vildu fá Botnleðju í Eurovision en guð minn góður hvað ég er feginn því að svo hefur ekki orðið. Að mínu mati var þetta lag hrein hörmung og ég þori að veðja að þessi trommuleikari sem er í Botnleðju sé ofvirkur en nóg með það.
Ég ætla að hér að telja upp lögin sem flutt voru og nokkuð um þau ATH lögin eru ekki í sömu röð og þau voru flutt í keppninni:

Ferrari - Lagið og textan samdi Páll Torfi Önundarson. Páll Torfi er yfirlæknir blóðmeinafræðideildar Landspítalaháskólasjúkrahúss og dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Þegar hann var að læra í MH spilaði hann í hljómsveitinni Diabolus in musica en hann er menntaður á klassískan gítar. Lagið flutti Ragnheiður Gröndal.
Að mínu mati ágæt lag en ekki Eurovision legt á neinn hátt og hefði ekki náð langt í sjálfri Eurovision keppninni.

Engu þurfum að tapa - Höfundurinn Einar Örn Jónsson býr í Reykjavík en er uppalin á Blöndósi en þar stundaði hann tónlistarnám. Líklegast er hann þekktastur fyrir að vera í hljómsveitinni Í svörtum fötum. Svo heyrðist mér að eitthverja hjálp hann hafi fengið frá Ástralíu en þar býr bróðir hans sem samdi textann með honum.
Lagið var flutt af þeim Hjalta Jónssyni og Regínu Ósk.
Að mínu mati mjög kröftugt og skemmtilegt lag og Eurovision legt hefði alveg getað náð góðum árangri þarna úti.

Þú og ég (er ég anda) - Stefán Hilmarsson og Ingólfur Guðjónsson sömdu þetta lag en Stefán Hilmarsson textann. Stefán er þekktur sem söngvari í Sálinni hans Jóns míns. Þeir störfuðu lengi saman þegar þeir voru báðir í hljómsveitinni Pláhnetunni og sömdu þá mörg lög saman. Lagið flytur Jóhanna Vigdís.
Aðmínu mati frekar slappt lag og svolítið kellingalegt sé það alveg fyrir mér í Eurovision hún í silkikjól og endar í neðsta sæti.

Þú - Samið af hjónum eða Grétar Örvarsson (var eitt sinn í hljómsveitinni Sjóninni) hann samdi lagið og kona hans Ingibjörg Gunnarsdóttir samdi texta. Grétar söng á sínum tíma “eitt lag enn” með Siggu Beinteins og höfnuðu þau í 4. sæti næstbesti árangur Íslands.
Ég man ekkert eftir þessu lagi því miður og get því ekki sagt álit mitt á því.

Sögur - Ingunn Gylfadóttir syngur þetta lag og samdi það ásamt eiginmanni sínum Tómasi Hermannssyni en textinn er eignaður Sjón. Þau hafa tvisvar átt lag í forkeppni Eurovision og hefur Ingunn einnig gefið út plötuna Krakkar á krossgötum
Að mínu mati gott lag hefur þessa Eurovision takta og hefði alveg getað komist lengra.

Eurovisa - Flutt af hljómsveitinni Botnleðja. Í hljómsveitinni eru þeir Haraldur Freyr, Heiðar Örn og Ragnar Páll. Þeir höfðu mikinn áhuga á að fara til Lettlands í vor eða svo segir í Morgunblaðinu en og átti þetta lag að vera til að rokka upp í Eurovision
Að mínu mati hræðilegt lag. Þeir minna mig svoldið á Þjóðverja þegar þeir voru með lagið Vadera hare dure da (eða hvernig sem maður skrifar það).

Ást á skítugum skóm - Karl O. Olgeirson er höfundur þessa lags og Rúnar Júlíusson syngur. Karl hefur starfað við tónlistina síðan hann hætti í í Menntaskóla. Hann er í hljómsveitinni Milljónamæringum og vinnur víða að tónlist meðal annars fyrir leikhús útvarp og sjónvarp.
Að mínu mati hallærislegur flytjandi og leiðinlegt lag!

Hvar sem ég enda - er einnig eftir Karl O. Olgeirsson og flutti Þóra Gísladóttir. Texti: Bragi Valdimar Skúlason
Að mínu mati betra lag en hitt eftir Karl ;)

Sá þig - er eftir yngstu lagahöfunda keppninnar en eru þeir þeir Albert G. Jónsson og Kristinn Sturluson Báðir 24 ára gamlir, hafa þekkst frá fornu fari. Lag þeirra ,,Flying over“ heyrðist oft í útvarpi árið 1997 þannig að þeir byrjuði ungir að semja. Reka þeir jafnframt hljóðverið Stúdíó Ölur Þórey Heiðdal flytur.
Man ekki eftir þessu lagi

Mig dreymdi lítinn draum - Flutt af söngvara Land & sona, Hreimur Örn Heimisson. Friðrik Karlsson höfundur lags og texta samdi þetta lag og hefur hann tvisvar samið lag sem keppt hefur verið í keppninni úti (Lagið ,,Nei eða já” sem lennti í 7.sæti og ,,Nætur“ í 12. sæti) Eitthvað klikkaði þegar þetta lag var flutt og þurfti Hreimur að byrja aftur að syngja. Hreimur söng einnig lagið ,,Þú”
Að mínu mati gott lag og betra en lagið ,,Þú" sem hann Hreimur söng einnig.

Tangó - Ragnheiður Eiríksdóttir þekkt tónlistarkona og dagskrágerðamaður
hún hefur verið í mörgum hljómsveitum núna undan farið en er aðallega kennd við hljómsveitina Unun. Fyrst kom Heiða fram með hljómsveitinni Candyman í hljómsveitarkepni árið 1987.
Mitt álit: Heiða farðu í klippingu!

Allt - Höfundur lagsins er Höskuldur Örn en hann samdi textann ásamt bróður sínum Agli. Hann er frá Hellu á Rangárvöllum og spilaði fyrir fáeinum árum í hljómsveitinni Spoon með Emilíönnu Torrini.
Að mínu mati ágæt lag en gæti verið aðeins kröftugra.

Með þér – Sveinn Rúnar höfundur lagsins er Garbæingur með klassískan tónlistarferil að baki. Hann stundar nám við Háskóla Íslands. Flytjendur lagsins eru þær Guðrún Árný Karlsdóttir og Hjördís Elín.
Mitt alit flott lag og vel sungið gæti alveg ímyndað mér það í upp á sviði í Lettlandi

Í nótt – Færeysk söngkona söng þetta lag og heitir hún Eivör Pálsdóttir. Lagið samdi Ingvi Þór Kormáksson og texta samdi Friðrik Erlingsson. Höfundurinn er starfandi bókasafnsfræðingur, reyndur tónlistamaður frá unga aldri og þekktur lagahöfundur.
Að mínu mati alltof RÓLEGT lag í Eurovision og jú færeyingar voru víst að horfa á keppnina út af þessu lagi en þetta hefði verið aðeins betra ef þetta hefði ekki verið svona svæfandi lag.

Og þá er bara sigurlagið eftir það voru alveg örugglega fullt af þessum litlu Birgittu Haukdal stelpum sem kusu hana ekki útaf laginu heldur útaf því að Birgitta song það en svona er það bara.
Segðu mér allt – Vinsælasta söngkona landsins song þetta lag. Höfundur lagsins er Hallgrímur Óskarsson en hann og Birgitta hjálpuðust að við textann.
Að mínu mati gott lag og vonandi gengur þeim vel í Eurovision og eru ekki þjóðinni sinni til skammar ;)