Ég rakst á þetta áðan og eykur mína skoðun um það að BNA ætti að ráðast á Írak… Þetta er Copy/paste.


Ættu Sameinuðu þjóðirnar undir forystu Breta og Bandaríkjamanna að ráðast inn í Írak og koma Saddam Hussein frá völdum eða ekki? Ættu íslensk stjórnvöld að styðja slíka innrás eða ekki? Til þess að svara þessu er rétt að rifja aðeins upp helstu afrek Saddams Husseins.

1. Baad-flokkurinn komst til valda í Írak árið 1972 og þar var Bakr hershöfðingi forseti að nafninu til en Saddam Hussein var meðal annars yfirmaður öryggislögreglunnar og hersins og réð í raun öllu leynt og ljóst. Þá hafði hann brotið sér leið til frama í hinum sósíal-arabíska Baad-flokki með ofbeldi og manndrápum frá því árið 1957 þegar hann fyrst gekk í flokkinn.

2. Saddam var mjög í nöp við Kúrda í Írak en þeir höfðu notið ákveðinna sérréttinda í landinu. Þegar að þeim þrengdi hófu þeir uppþot árið 1974 en hersveitir Saddams börðu þau niður af fáheyrðri grimmd. Árið 1988 hófu Írakar herferð gegn Kúrdum og talið er að allt að hundrað þúsund Kúrdar hafi verið drepnir á átta mánuðum. Saddam fyrirskipaði að sprengjum sem innihéldu sinnepsgas, taugagasið Tabun og Sarin skyldi varpað á kúrdíska þorpið Halabja þann 16. mars 1988, fimm þúsund létu lífið. Sprengjum var varpað á fjölda annarra þorpa og tugir þúsunda létu lífið, karlmenn, konur og börn. Samtökin Læknar án landamæra telja að vegna eiturefnamengunar sé krabbamein, og þá sérstaklega hvítblæði í börnum, líklega hvergi algengara í heiminum en í írakska hluta Kúrdistan.

3. Árið 1978 voru innleidd lög í landinu sem bönnuðu alla aðra stjórnmálaflokka en Baad-flokkinn og dauðarefsing var lögð við því að vera í þeim. Ári síðar tók Saddam Hussein sér formlega einræðisvöld í landinu og lýsti sjálfan sig forseta. Á fáum sólarhringum voru tugir félaga í Baad-flokknum sem líklegir þóttu til að ógna veldi Saddams teknir af lífi, sumir myrtir á heimilum sínum að fjölskydunum ásjáandi.

4. Eitt fyrsta verk Saddams eftir valdatöku Baad-flokksins í Írak var að standa fyrir einhliða uppsögn á samningi landsins við nágrannaríkið Íran um sameiginleg vatnsréttindi í Shatt al-Arab vatnsbólinu. Þetta leiddi næstum til stríðs en alþjóðasamfélagið hljóp undir bagga og neyddi Saddam til samninga. Írakar tóku sér stöðu með Sovétmönnum í kalda stríðinu og það var einkum þrýstingur þeirra sem fékk Íraka til samninga um sameiginleg vatnsmál við nágrannan. Skrifað var undir nýjan samning um friðsamlega skiptingu vatnsbólsins árið 1975. Þó blekið væri varla þornað á samningnum huggðist Saddam aftur ná fullum yfirráðum yfir Shatt al-Arab vatnsbólinu og í september 1980 réðust Írakar á nágranna sína í Íran, enda töldu þeir Írani ekki geta komið við miklum vörnum eftir klerkabyltinguna í landinu ári fyrr. Styrjöld nágrannaríkjanna varð átta ára löng og á þeim tíma beittu Írakar undir stjórn Saddams, öllu sem þeir áttu, meðal annars sýkla- og efnavopnum. Inn í átök ríkjanna spilaði einnig að Súnní-múslimar eru í meirihluta í Írak en Síta-múslimar eru í meirihluta í Íran. Síta-múslimar mynda einnig minnihluta sem býr á landamærum Íran og Íraks. Alls lét tæp hálf milljón manna lífið í stríði Íraka og Írana og að minnsta kosti 750.000 særðust. Landamæri ríkjanna og skipting Shatt al-Arab vatnsbólsins var óbreytt eftir stríðið frá því sem var þegar það hófst.

5. Í stríði Íraka og Írana skipuðu ríki heims sér oft í sérkennilegar fylkingar. Frakkar, sem höfðu aðstoðað Íraka við að byggja Osirak kjarnorkuverið í Írak, sögðu frá því að þeir væru langt komnir með smíði kjarnorkuvopna. Osirak kjarnorkuverið var því sprengt í loft upp árið 1981, talið er að Ísraelsmenn hafi verið þar að verki með samþykki risaveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Síðan þá hafa leyniþjónustur heimsins, meðal annars sú bandaríska, rússnenska (áður sovéska), Sádí-Arabíska og fleiri, komið upp um fjölda tilrauna Íraka til að afla sér hráefna til smíði kjarnorkuvopna og annara gereyðingarvopna.

6. Snemma að morgni 2. ágústs 1990 réðust Írakar inn í nágrannaríkið Kúvæt. Þeir hertóku landið og bjuggu sig undir að fara inn í Sádí-Arabíu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gaf Saddam Hussein frest til 15. janúar 1991 til að fara frá Kúvæt. Þegar hann lét ekki segjast var farið með fjölþjóðlegan her undir forystu Bandaríkjanna á hendur Írökum 17. janúar. Á nokkrum vikum var 85.000 tonnum af sprengjum varpað á Írak. Saddam reyndi eftir megni að draga aðrar þjóðir inn í stríðið og í þeim tilgangi skaut hann nærri fjörtíu eldflaugum á Ísrael og nokkrum á Sádí-Arabíu. Saddam notaði óbreytta borgara sem hlífiskildi í hernaðarlegum tilgangi og neyddi tugi þúsunda manna til að fylkja sér um herstöðvar, eldflaugaskotpalla og önnur hernaðarmannvirki. Þetta voru einkum Kúrdar og Sítar, karlmenn, konur og börn. Írakar samþykktu vopnahlésskilmála SÞ á fundi í Safwan herstöðinni í Írak þann 3. mars 1991. Skilmálarnir fólu meðal annars í sér að Írakar greiddu Kúvætum skaðabætur og leyfðu eftirlitsmönnum frá SÞ ganga úr skugga um að þeir ættu ekki, og væru ekki að reyna að eignast gereyðingarvopn. Enn er yfir þúsund Kúvæta saknað frá því í stríðinu en Saddam vill ekkert tjá sig um örlög þeirra. Þess í stað hefur hann sagt að fangelsi í Kúvæt séu full af Írönskum stríðsföngum. Rauði krossinn rannsakaði staðhæfingar Saddams en fann aðeins fjörtíu Íraka í fangelsum í Kúvæt, allt venjulega glæpamenn.

7. Rétt er að geta stuttlega þeirrar alkunnu staðreyndar að Saddam Hussein hefur gert allt sem í hans valdi er, til að stöðva, hindra og villa um fyrir vopnaeftirlitsmönnum SÞ. Vilji hans stendur bersýnilega ekki til samstarfs. Svo er líka alkunn sú staðreynd að hryðjuverkamenn hafa átt
öruggt skjól hjá Saddam í Írak.

Að þessu sögðu er eftirfarandi ljóst:

a. Saddam Hussein vill koma sér upp kjarnorkuvopnum og öðrum gereyðingarvopnum, og líklega á hann talsvert magn efna- og sýklavopna.

b. Hann hefur ekki veigrað sér við að nota efna- og sýklavopn, bæði á eigin landsmenn og aðrar þjóðir.

c. Saddam Hussein hefur fjórum sinnum ráðist á nágrannaríki sín frá því hann komst til valda.

d. Hann hefur hingað til svikið alla alþjóðasamninga, vopnahléssamninga og friðarsamninga sem hann hefur gert.

Því tel ég rétt að umorða spurningu mína frá því í byrjun greinarinnar og spyrja ekki að því hvort SÞ undir forystu Breta og Bandaríkjamanna ættu að ráðast inn í Írak og koma Saddam Hussein frá völdum og íslensk stjórnvöld að styðja slíkt. Réttara er að spyrja hvort þjóðir heims, þeirra á meðal Íslendingar, ætla að taka ábyrgð á því að gera ekkert? Samningar Chamberlains við Hitler á sínum tíma, ættu að vera okkur víti til varnaðar. Dómarinn dæmir Saddam Hussein af verkum sínum, burtu með manninn.

<br><br><b>Ég hata orðið LOL!!!</