Það er margt sem fer í taugarnar á mér hérna á huga. Aðallega eru það þó samt stafsetningarvillurnar. Stundum þegar að ég er að lesa mjög áhugaverða grein, þá hætti ég að lesa hana því að ég verð svo pirraður að sjá allar þessar stafsetningarvillur. Já, kallið mig furðulegan en svona er lífið. :)

Svo er það annað, þegar fólk kemur með einhver háfleyg orð, málshátt eða tilvitnun í einhvern og það er vitlaust. Þá langar mig að standa upp og ná í hafnaboltakylfu og lemja manneskjuna (það er samt ólíklegt að ég lemji einhvern)

Svo eru það kennarar sem eru að reyna að vera fyndnir. NEI!! Ég vil ekki sjá það. Það er svo sorglegt og það fer svo mikið í taugarnar á mér að það liggur við að ég labbi úr tíma.

Og svo er það fólk, sem vill ekki hafa eitthvað áhugamál á huga. Ég hef akkurat engann áhuga á hestum en samt banna ég ekki öðrum að tjá sig um þeirra áhugamál.

Málið er að það er alltof mikið af stafsetningarvillum og því þarf að útrýma.
Harkan…