Jæja, nú er ég búin að setja á mér og nú er mér ekki lengur til setunnar boðið!

1. Mér finnst mjög gaman að keyra, fara í bæinn, auðveldur ferðamáti. Jibbí. En það sem mér finnst spilla fyrir mér bíltúrinn eru vondir bílstjórar.
a) Gamalt fólk: Hvað í fjandanum er gamalt fólk að keyra eftir 70 ára aldurinn. Það er orðið svo gamalt að það kann ekki lengur reglurnar. Svo keyrir það svo löturhægt og það á götum sem er meira en 50 km hámarkshraði að maður kemst ekki fram úr þeim. Afhverju er ekki fyrir löngu búið að semja þá reglu að eftir að ökuskýrteinið renni út að þeir sem vilja sækja um að það aftur þurfi þá að fara í endurmetun, ath. hæfni bílstjóra og láta þá taka próf aftur, bæði munnlegt og verklegt. Það er staðreynd að fólk í dag sem eru að nálgast 50 aldurinn kunna ekki umferðareglurnar eða skilja ekki þýðingu skilta á höfuðborgasvæðinu.
b)Ruddar og fólk sem kann ekki umferðareglurnar: Þetta er líka einn stór hópur sem kann ekki að keyra. Fólk sem hvorki skilur biðskyldumerki né STOP skildumerkið. Gott dæmi um stöðvunarskildu er Kringlan. Þegar maður er að fara upp bröttu brekkuna í 2. hæð bílastæðahús Kringlunnar þá er stöðvunarskilda á hægri hönd sem þýðir að þeir sem eru að keyra upp brekkuna eiga réttinn að keyra áfram. En nei, bílstjórarnir á hægri hönd eru eitthvað blindir. Þeir kunna ekki umferðreglurnar og skilja ekki hvað orðið STOP þýðir. Ég hef oft flautað á svona manneskjur. Kem örugglega einn daginn og stend kyrr á línunni og meina fólkinu að fara yfir nema það segji mér hvað standi á skiltinu!
Afhverju notar fólk ekki stefnuljós þegar það beygir eða skiptir um akgrein?! Haldið þið að þetta séu einhver jólaljós? Ég er alveg viss um að ef fólk gæfi oftar og fyrr stefnuljós í staðin fyrir að taka harðar beygju og ruddalegar akgreinaskipti að þá væri hægt að forðast litla og leiðinlega árekstra ef fólk myndi bara láta aðra vita í nálægð sinni í hvaða átt það ætli sér.

2. Það eru að koma áramót og það er umtalað að allir ætli á djammið og skemmta sér vel. Það er tímapunktur sem er bara svo mjög leiðinlegur að maður fer bara snemma að sofa. Ekkert að gera og það er akkúrat þegar það er búið að skjóta upp flugeldunum. Þá kemur svona dauður punktur.
Ég ætlaði að vera best í heimi að halda smá teiti fyrir nánustu vini mína eins og ég geri alltaf og svo ætlum við bara niðrí bæ að djamma. Ég læt alla vita sem ég ætla að bjóða og ég veit að þetta fólk er eins og ég. Hefur ekkert að fara eða gera eftir að flugeldarnir eru skotnir upp. En þegar ég fer að láta þá vita þá allt í einu veit fólkið ekki hvað það á að gera. Og svo er maður búinn að reyna ná í þetta fólk í svona 4 daga og það svarar aldrei sms-unum mínum. Ef ykkur væri boðið í partý mynduð þið ekki segja strax já?! Er svona hryllilega erfitt að ákveða sig?! Ég er allavega búin að gefast upp á þessu. Hætti örugglega við þetta ef fólk er svona óákveðið.

3. Krakkafífl: Ég bý í fjölbýli og er á neðri hæðinni. Á kvöldin eru stundum krakkarnir í hverfinu að leika sér í “Eina krónu” eða eitthvað og eru með svolítil læti. Mér finnst það allt í lagi, enda klukkan ekki þá nema svona 19. En þegar maður getur ekki verið með dregið frá glugganum án þess að krakkarnir séu að berja í rúðuna hjá mér að þá verð ég ýkt pirruð. Langar þá mest að fara út og skjóta krakkana. Hvað er málið með það að krakkar geti ekki látið rúður á neðri hæðum í friði?!

Nú er ég búin að fá útrás. Takk fyrir. Fólk er fífl.

Kv. cutypie

P.s. Mér leiðist! Það er líka fúlt!<br><br>I´m crazy in the coconut!!! (",)
I´m crazy in the coconut!!! (",)