Jæja þá eru þeir loksins búnir að klóna fyrstu manneskjuna (réttara sagt; einrækta), sem er sosum í lagi hefði það ekki verið gert af einhverjum sértrúasöfnuði í Kanada sem kalla sig Raelista og trúa því að geimverur hafi skapað manninn í upphafi.
Maður þarf kannski að fara fremur varlega ´ði því að trúa fullyrðingum slíks fólks en samkvæmt <a href="http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1010241">þessari</a> frétt á mbl.is segjast þeir hafa einrækta stúlkubarn í gær (þann 26.) sem þau kalla Evu.
Þrátt fyrir þann fyrirvara sem verður að hafa þegar svona fréttatilkynningar eru um að ræðan hlýtur þetta að skapa umræðu, erfðatæknin á bakvið klónun dýra (og manna þ.a.l.) er orðin svo þróðuð að lítil einkafyrirtæki virðist geta lagt stund á þetta svo það var bara tímaspursmál hvenær einhver reyndi við einræktun manns (og vonaði ég að fyrst slíkt er óhjákvæmilegt að það hefði verið gert undir eftirliti og með samþykki færra vísindamanna og umheimsins en ekki einhverrs sértrúarsöfnuðs). Miðað við umræðuna þegar kindinn Dollý var klónuð og siðferðislegu spurningarnar sem vöknuðu þá hefði maður haldið að þetta myndi vekja meira umtal. Satt að segja hefði ég haldið að allt yrði brjálað?<br><br><b>nologo viðurkennir fúslega að hann hefur alls ekki alltaf rétt fyrir sér.</b>
<b>Tilvitnun:</b><br><hr><i>Einmal ist keinmal - einu sinni er ekkert. Að lifa aðeins einu lífi er eins og að lifa alls ekki.</i><br><h