Þeir voru að sýna uppgjörið af Temptation Island áðan og þeir bara gleymdu að sýna síðast bútinn af þættinum, í stað þess að klára þáttinn eftir síðasta auglýsingarhléið þá byrjuðu þeir bara á Jay Leno??

Alveg dæmalaust hvað fríu sjónvarpsefni fylgja mörg mistök eins og þetta og að sýna bara sama þáttinn viku eftir viku án þess að fatta það og svo dettur stundum textaþýðingin út, sennilega að því að þýðandinn veit hreinlega ekki þýðinguna á setningunni.

Já ég veit að þetta er frítt og ég er bara vanþakklátur, en hvað ef maður er búinn að kaupa sér nammi og gos og koma sér vel fyrir og svo er bara sýndur sami þátturinn og í síðustu viku….. þá verður maður frekar pirraður.

Einhver fleiri dæmi?