Áður en þið lesið þetta, ekki halda að ég sé einhver sleikja sem þarf að komast í mjúkinn hjá einhverjum.

Ég hef tekið eftir því hvað mikið af þeim korkum og greinum sem fjalla um ykkur aðalstjórnendurna innihalda neikvæða gagnrýni á ykkur, þið eruð ásakaðir um að líta undan og forðast að banna þennan og hinn, ykkur er alltaf kennt um þegar einhver villumelding kemur fram hérna í huga, þið eruð skammaðir út í að samþykkja hitt og þetta áhugamál sem enginn bað um og á ekkert líf fyrir sér, en neita að opna áhugamál sem allir virðast vilja.

Ég segi það hreint út, að mér finnst þið ekki eiga skilið þessa gagnrýni, og ég vil, svona í eitt skipti fyrir öll, óska oduradminunum hjartanlega til hamingju fyrir alla þessa vinnu sem þið hafið lagt á ykkur til að láta þennan vef verða að veruleika, öll forritunin, útlitið og notendaviðmótið(sem mér finnst alveg til fyrirmyndar og hef aldrei séð jafn þægilegt kerfi á nokkrum öðrum útlenskum vef). Það mæðir á ykkur daglega, með ógrynni skilaboða og tölvupósta, kvörtunum undan hinum og þessum notendum, áhugamálum og hverju sem er.

Þið standið ykkur einstaklega vel, og ég er viss um að ég fer fyrir máli margra hugara. Til hamingju hugi.is fyrir að vera svona vel stjórnað!<br><br>Vits er þörf
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.

<i>Hávamál</i