Ég hef tekið eftir því að fólk er mikið að setja auka stafi inní skammstafanir, hafið þið tekið eftir því? Ég er ekki alveg að fatta hver ástæðan er, hvað fær fólk til þess að gera svona hluti? Það er náttúrulega ekki að gera neitt annað en að bæta heilu orðunum inn í það sem verið er að skammstafa og ég held bara að það sé kolólöglegt að gera. Tökum t.d. tvær skammstafanir sem eru vinsælar núna: “ROFL” og “LOL”. Þessar einföldu skammstafanir hafa verið barðar sundur og saman af jójóistum sem ákveða að skella bara inn nýjum, eða gömlum, orðum beint í miðju þeirra.

Ég hef t.d. oftar en ekki séð “ROOOOOOOOOOOOFL”, hvað er þetta eiginlega? “Rolling on on on on on on on on on on on on the floor laughing”, hvað fær manneskju til að segja “on” tíu sinnum í röð? Sama hef ég séð með “LOL” og þá eru oft tvær stafir sem taka það til að fjölga sér og endar oft svona “LLLLLLOOOOOOOLLLLLL” þetta kemur út “Laughing laughing laughing laughing laughing laughing out out out out out out out loud loud loud loud loud loud”. Hljómar eins og það sé bergmál í gangi og hver veit nema að það sé það sem verið er að reyna að gera.

Ég segi nú bara, höldum okkur við réttar skammstafanir áður en þessi fjölföldun orða fer að taka yfir þær íslensku líka!
<br><br><b>kv. sbs </b><br>Verndar þig frá undirskriftum dauðans! | <a href="http://www.sbs.is“><font color=”#000000“>www.sbs.is</font></a> | <a href=”mailto:sbs@sbs.is“><font color=”#000000">sbs@sbs.is</font></a