Fékk þennan póst og finnst sjálfsagt að dreifa þessu, ömurlegt að menn leggist svo lágt að stela frá sjálfboðastarfi sem byggist upp á að aðstoða veik börn!

<i>Sæl öll

Mig langar að biðja ykkur um aðstoð við að upplýsa vægast sagt lágkúrulegan glæp. Þannig er mál með vexti að um klukkan 5 aðfaranótt laugardagsins sl. (30.nóv) var brotist inn á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og þaðan stolið tölvubúnaði fyrir mörg hundruð þúsund krónur. Þessi þjófnaður lamar þá fjáröflunarvertíð sem fram undan er, meðal annars jólakortasölu. Öryggisverðir komu um 5 mínútum eftir að viðvörunarkerfi fór í gang en þá voru þjófarnir á bak og burt. Stolið var Bell-fartölvu og stórri Compaq Pentium vél, báðum nýlegum. Í tölvunum er mikið af gögnum og kemur það sér mjög illa fyrir starfið í kringum fjáröflun til styrktar krabbameinssjúkum börnum, því um þessar mundir stendur aðalfjáröflun félagsins yfir með sölu jólakorta. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um málið, mannaferðir við Hlíðarsmára aðfararnótt laugardagsins eru vinsamlegast beðnir um að láta lögregluna í Kópavogi vita.</i>

<br><br><b>Kv. EstHer</
Kv. EstHer