Mér hefur þótt mikið af skólaumræðu hér á Huga lituð af því hve aumingja nemendurnir eru þjakaðir af þessari ófreskju sem skólinn sé. Margir virðast jafnframt líta á það sem mannréttindabrot að þurfa að lúta þeim reglum sem þar ríkja.
Þið ættuð frekar að spá í því hvað þið eruð óendanlega heppin að fá þetta tækifæri upp í lúkurnar, tækifæri til þess að gera eitthvað úr lífi ykkar. Þetta er tækifæri sem afar ykkar og ömmur dreymdu um og víðast hvar erlendis er þetta enn þann dag í dag ekki sjálfsagður hlutur.
Fyrir ekki meira en fimmtíu árum voru örlög manna nær ráðin í fæðingu, sem betur hefur það breyst. Þið ættuð því að hugsa ykkur aðeins betur um áður en þið farið að vorkenna ykkur meira, ykkar vandmál eru flest aðeins brot af því sem milljónir manna þurfa að lifa við, þið hafið það fínt ……
Og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði.