Nú í næsta mánuði halda kristnir menn uppá Jólin sín.
Hér eftir er tilkynning frá Ríkislögreglustjóra:

SKEMMTANIR OG VEITINGAR UM JÓL OG ÁRAMÓT


1. Allt skemmtanahald er bannað á stöðum sem almenningur hefur aðgang að frá kl. 18 á aðfangadagskvöld til kl. 06 annan dag jóla. Að öðru leyti gilda venjulegar reglur.



2. Áfengisveitingastaðir eru háðir tímamörkum í leyfum borgarstjórnar/ bæjarstjórna. Skal stöðunum lokað þegar veitingatíma áfengis lýkur og allir gestir farnir innan klukkustundar.



Heimilt er að opna staðina að nýju tveimur klukkustundum eftir að áfengisveitingum átti að ljúka. Áfengisveitingar mega þó ekki hefjast að nýju fyrr en reglur sveitarstjórna kveða á um.



3. Aðra veitingastaði má hafa opna allan sólarhringinn.



Mér er spurn:
Samræmast þessar reglur “Trúfrelsinu?”

Á ekki að loka vínveitingastöðum í janúar þegar rússneska kirkjan heldur sín jól?

Það eru ekki allir kristnir á íslandi en Þótt jólin séu ekki þín hátíð skaltu taka þátt í jóla sirkusnum.



<br><br><p align=“center”><img src="http://www.dart.is/ipf/whoall.gif"