Það er mikið um þjófnað núna og hann er síellt að færast í aukana. Aðallega í Grunnskólum en þar er varla hægt að geyma húfuna sína lengur frammi á snaga því að hún yrði tekin og hvað þá önnur föt. Sjálfur er ég í grunnskóla og ég er nýbúinn að kaupa mér úlpu, búinn að eiga hana í svona viku. Svo skildi ég hana eftir á snaga frammi á gangi á meðan ég var í tíma og hún var tekin. Það er alveg ömurlegt að lenda í þessu og ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en núna hvað það er fúlt. Þeir sem taka svona fatnað geta varla verið í honum í skólanum og selja hann því oft einhverstaðar annarsstaðar því það er ekkert mál ef fötin líta vel út og eru ný.
Ég vildi bara koma þessu á framfæri en þetta ástand í skólum og annarsstaðar er alveg ömurlegt og það fólk sem leggur þetta í vana sinn er bara algjörir aumingjar. Ég ráðlegg ykkur að taka fötin inn í tíma ef þið viljið ekki lenda í því sama og ég.