Ástæðan fyrir því að ég geri þessa grein er helst sú að mig langar að biðja þá sem finna fyrir þeirri þörf að skilja eftir svör við öllum greinum, sama hvort svarið kemur greininni við eða ekki, að endilega hætta. Það er gjörsamlega óþolandi að skrifa grein fá fullt af svörum og svo er meira en helmingur af því svör sem koma ekkert greininni við og oftar en ekki byrjar fólk að rífast þar inni og er því hundleiðinleg lesning.

Tökum sem dæmi: Ég las hér grein fyrir nokkru síðan frá ungum dreng sem var að biðja fólk um ráðgjöf vegna ástarmála. Hann gerði sér alveg grein fyrir því að það er fólk hérna inni á huga sem er með aðeins meiri reynslu en hann í ástarmálum og var því að biðja um aðstoð. En viti menn, hvað gerist? Jú, það byrja einhverjir hálfvitar á gelgjuskeiði að svara “Þú ert bara auli mar, dömpaðu bara bitchinni” og eitthvað álíka. Þetta er náttúrulega gjörsamlega tilefnislaust og virðingarlaust

Annað dæmi: Hverjir hafa ekki verið að lesa einvherja grein í enska boltanum, t.d. grein um hvernig Man.Utd hefur staðið sig að undanförnu og áður en maður veit af er þetta rifrildi byrjað “Liverpool rúlar mar, Man. utd sökkar feitt!!!!, Nei mar, Liverpool sökkar Man.Utd rúlar” og svona heldur þetta áfram þar sem litlir aumingjar með minnimáttunarkennd gagnvart gelgjunni sinni rífast og enginn nennir lengur að svara þessari grein á vitsmunalegan hátt og byrja þar með almennilegar samræður.

Nú skora ég á þessa einstaklinga sem falla undir þessar lýsingar að vinsamlegast hætta þessu og svara greinum af fúlustu alvöru eða ef þeir finna það að það væri of mikil áskorun á vitsmuni þeirra að halda sig bara á Ircinu og rífast þar.