Það er alveg óþolandi hvað fólk getur ekki tekið gagnrýni hérna á Huga.
Fólk má ekki opna á sér skoltinn á neinu áhugamáli nema það sé eitthvað jákvætt, eða ef það er eitthvað sem fólk vill fá að heyra.

Ef ég færi á tónlistaráhugamál eða álíka og myndi segja að mér finndist þessi eða þessi lélegur DJ eða þetta léleg hljómsveit eða væri eitthvað að segja MITT ÁLIT! á ég þá bara að fara af áhugamálinu?

Ég held að fólk ætti bara ekkert að vera að skrifa sumar greinar ef það er svona gríðarlega erfitt að taka gagnrýni, ég meina… hver er tilgangurinn með því að ræða hlutina ef það má ekki gagnrýna þá ?

“Allir að segja það sem mig langar að heyra því allir hinir eru fávitar.”<br><br>—————————-
“Cannot join #real-life (invite only)”