Ég er ellefu ára og er hef þess vegna aldrei átt kærasta (þó að sumar stelpur drífi sig í því!) Núna er þetta orðið að vandamáli hjá mér!! Það er þessi strákur í skólanum sem við skulum bara kalla A. A hefur gegið mér svona lítinn bangsa og þá hélt ég að það þýddi ekkert, en svo bauð hann mér í partý til sín og þá komu fleiri stelpur og ég hélt líka að það þýddi ekkert, svo var ég hjá vinkonu minni fyrir stuttu síðan og þá hringdi hann ÞANGAÐ og sagðist vera skotinn í mér! :) Ég varð bara upp með mér og sagði bara “Jaaá…ókey!” og þá lagði hann á. A varð svo allt í einu alveg rosalega almennilegur við mig, almennilegri meina ég eins og að hann stríðir mér aldrei (sem telst “venjulegt hjá 11 ára krökkum) hann er ALLTAF að brosa til mín og eitthvað og bara hær næstum því að öllu sem ég segi! Þetta er að verða svolítið pirrandi, svo núna á áðan þá hringdi FRÆNDI HANS í mig og spurði mig hvort að ég væri skotin í A, ég sagði að mér þætti hann skemmtilegur en ég ég væri ekki skotin í honum, þá sagði hann bara ”allt í lagi“ og ég lagði á. Í sannleika sagt þá er ég handviss um að ef ég segði já, þá hefði frændi hans A sagt ”viltu byrja með honum??“ Ég er ekki vön þessu og hvað á ég að gera??????
Þetta verður að hætta því að mér finnst þetta óþægilegt, en mig langar ekki til að þurfa að segja við hann ”Back off asninn þinn, ég er ekkert hrifin af þér!“ eða eitthvað þannig. Því þarf ég HJÁLP!!!!! þetta er kannski smávægilegt vandamál en það er nú samt vandamál!

KristaB stelpa í ”strákavanda"