Tískan er fyrirbæri sem hefur fylgt manninum frá örófi alda og því verður ekki breytt. Hin síðari ár hefur það færst í aukana að viss orð komist í tísku og eru þá gjarnan notuð í annrri eða þriðju hverri setningu.
Í dag virðist heitasta orðið vera dauðans og hefur það reyndar haft lengri líftíma en mörg þessara orða. En dauðans hvað?
Iðulega hafa þessi orð einhverj meiningu sbr. ,,þokkalega,“,,cool” o.s.frv. Dauðans hefur hins vegar, fyrir mér, enga sérstaka meiningu og er reyndar afar leiðinlegt orð. Dauðans, þetta er orð sem á við skelfilegustu atburði í lífi fólks og getur varla haft jákvæða merkingu nema í augum þeirra sem hafa liðið ólæknandi þjáningar þannig að það best fyrir þá að deyja. Ég held að fólk ætti að hugsa hvað það er að segja þegar það segir dauðans frekar en að fylgja straumnum með meiningarlausum frösum.