Mig langaði svolítið til að tala um plokkara. Það eru nefnilega til svo ofsalega margir og mismunandi plokkarar og sumir þeirra eru algjört PIECE OF JUNK!

En ég hef komist að því að góð töng getur verið miklu betri en nokkuð plokkari! Ójá! það er satt, tangirnar eru nefnilega eiginlega alveg pottétt með góðan enda, sem hvorki klippir né slítur hárin, heldur grípur bara þétt utan um það svo það sé auðvelt að kippa því burt. Ég reikna nú reyndar með því að það sé ekki alveg sama hvernig töng maður er að nota, sú sem ég nota er lítil, svona rafmagnstöng sem þeir nota sem eru að dunda sér við að opna alla skapaða hluti (brauðristar, video, sjóvörp o.s.frv.). Stórar tangir henta af augljósum ástæðum ekki vel til plokkunar og auðvitað ekki heldur tangir sem eru gerðar til að klippa víra.

Það besta við þetta er líka það að þessar tangir eru alls ekkert dýrar, allavega ekki alltaf, ég held að þessi sem ég nota hafi kostað um 200 kall!!! sem er nú ekki mikið miðað við suma þessa plokkara. Um daginn ætlaði ég mér nú að gera heiðarlega tilraun til að kaupa mér “eðlilegan” plokkara, en viti menn … hann kostaði fjórtánhundruð kall!!!! sem mér finnst nú vera töluverður peningur fyrir svona pínulítinn hlut. Reyndar fann ég annan sem kostaði 400 sem ég svo keypti, en hann virkar ekkert voðalega vel.

En hefur einhver prófað að nota flísatöng? Ég hef aldrei prófað það, gaman væri að heyra hvernig það virkar :)

En þetta var nú bara svona “kreppuábending” til ykkar sem ekki tímið að kaupa rándýra plokkara :)