Hver hefur ekki velt fyrir sér tilgangi lífsins? Ég efast ekki um að hver og einn hafi, eða eigi eftir, að rekast á þá spurningu einhvern tíman í lífinu „Afhverju er ég hér, er einhver tilgangur með tilvist minni?“.
Ég vil varpa fram spurningu (sem er oft varpað fram):„Er tilgangur með þessu jarðlífi?“ Ef svar ykkar við þessari spurningu er „JÁ“ þá spyr ég, hver er tilgangurinn. Ef svarið er „NEI“ þá bið ég ykkur um að lesa eftirfarandi hugleiðingu og íhuga hana örlítið, ef ekki meira en það, þó það virðist vera tilganslaust.
Ef þú hugsar með þér hvað þú gerir daglega, þá kemstu ábyggilega að þeirri niðurstöðu, að allt sem þú gerir þjónar einhverjum tilgangi (sbr. vinna, tilgangur:að vinna fyrir sér; horfa á sjónvarpið, tilgangur:að skemmta sér; stunda íþróttir, tilgangur: að skemmta sér og hreyfa sig). Oft á tíðum segir fólk með sjálfu sér að það sé enginn tilgangur með hinu eða þessu. Sem dæmi skulum við taka skák.
Kona nokkur sest fyrir framan sjónvarpið. Í sjónvarpinu eru úrslitin á heimsmeistaramótinu í skák. Hún hugsar með sér „rosalega er þetta leiðinleg íþrótt, ef íþrótt mætti kalla. Mennirnir sitja og hreyfa sinn rass hvorki upp né niður, það eina sem þeir gera er að hreyfa einhver peð fram og til baka og sitja“.
Konunni þykir leikurinn greinilega daufur og TILGANGSLAUS. Það er ástæðan fyrir því að hún horfir ekki á þessa viðureign í sjónvarpinu. Það sem ég er að reyna að segja hér er að mennirnir gera ekki það, sem þeim þykir tilganslaust. Þess vegna hljóta þeir að halda að lífið hafi tilgang, annars væru þeir ekkert að lifa því.
Er það maðurinn sem „bjó“ tilganginn til? Er það ekki bara eitthvað í hugarheimi mannsins sem býst við að það sé einhver tilgangur með lífinu. Ég býst við því að flestir hugsi með sér að það hljóti að vera einhver tilgangur með þessu blessaða jarðlífi. En afhverju þarf að vera tilgangur? Afhverju þarf maðurinn alltaf að gera það sem hefur tilgang? Gefum okkur nú að það sé enginn tilgangur með lífinu og að maðurinn hafi búið til hugtakið „tilgangur“. Þá fer maður að hugsa út í afhverju maðurinn geri alltaf eitthvað, sem þjónar einhverjum tilgangi. Afhverju getur manninum ekki dottið í hug að gera eitthvað tilgangslaust. Afhverju þarf að vera tilgangur með öllu? Það er spurningin sem ég varpa til ykkar. Hvar ætli þess hugmynd okkar um tilgang hafi vaknað?
Ímyndið ykkur fullorðinn mann, klæddan eins og nunna, hoppa út í sundlaug með tvo armkúta á stærð við dekk. Þið munduð eflaust hlæja og stimpla hann geðveikan eða að minnsta kosti segja að hann væri skrítinn. Honum datt kannski í hug að gera eitthvað tilgangslaust, eitthvað sem „meikaði ekki sens“. Málið er að við mennirnir erum of vanir því að allir hlutir hafi tilgang. Ef eitthvað tilganslaust er gert þá er það eitthvað afbrigðilegt og eitthvað sem enginn myndi gera í daglegu lífi.
Með þessari grein vildi ég bara vekja til umhugsunar hjá ykkur, gott fólk, að festa ykkur ekki alveg í heimi tilgangsins og dæma tilgangslausa hluti ekki of fljótt! (eins og kannski þennan :)
Passaðu þrýstinginn maður!!