Fegurðarsamkeppnir Fegurðarsamkeppnir hafa ætið notið mikilla vinsælda í heiminum og fengið mikla umfjöllun fjölmiðla. Með því að halda þessar keppnir er verið að gefa í skyn að hægt sé að mæla fegurð, að hægt sé að segja að ein stúlka sé fallegri en önnur.
Það var haldið fyrstu formlegu fegurðarsamkeppnina á Íslandi árið 1930 og var hún á vegum þekkts sígarettuframleiðanda. Hún var kölluð Teofani samkeppnin eftir sígarettunum. Í þessari fyrstu keppni átti að sýna eins lítið hold og hægt var, það þótti bara ekki við hæfi að láta taka mynd af sér flaggandi brjóstunum á sér í bikiníi.
Eftir þessa keppni byrjaði svo Vikan að sjá um fegurðarsamkeppnir, stúlkur sentu inn myndir af sér og fólk í landinu greiddi atkvæði. Í þessum fyrstu keppnum voru ekki dómarar, ekki eitthvað fólk sem veit ekki neitt um fegurð heldur er fengið í þetta vegna þess að það er vinsælt eða fólk veit hverjir þetta eru, fólk sem á ljósabekkjastofur, hvað í andskotanum á það að vita um fegurð? Fólkið í landinu kaus bara það sem því leist best á.
Þarna þurfti ekki að vera 50 kíló til að mega taka þátt, oft hafa stúlkur sem hafa tekið þátt í þessari keppni talað um hana eftir á. Þær hafa talað um að þær hafi verið beðnar um að grennast um fjölda kílóa á mjög stuttum tíma. Hversu röng skilaboð er þessi keppni að gefa okkur?
Afhverju er búið að eyðileggja þessa keppni sem var eitt sinn gríðarlega virtur atburður sem mörg þúsund komu til að horfa á. Núna eru nokkrar hræður að horfa á þessar keppnir, eingöngu vegna aðstandandi þeirra er í henni. Það skipti ekki máli í gamla daga, þá mættu bara allir, þetta var félagslegur atburður, allir vildu mæta og sjá keppnina og greiða sitt atkvæði.
Hvernig er hægt að mæla fegurð, hvernig er hægt að segja að ein stúlka sé fallegri en hin, afhverju útskýra dómarar það ekki. Eftir hverju er verið að dæma? Það er ekki hægt að dæma fegurð, það eru allir fallegir á sinn hátt.
Þessar keppnir hafa verið haldnar ár eftir ár og ekkert breytist, það er alltaf sama rútínan, stúlkur labba fram á sviðið og sýna alls konar föt og æsandi nærföt. Það er engin breyting í þessu, er þessi keppni ekki orðin frekar þreytt? Afhverju ekki að taka smá pásu í 2-3 ár og bæta umgjörð keppninnar. Fyrir nokkrum árum þá vildu stelpur ólmar fá að taka þátt, í dag er sagan önnur. Stelpum finnst þetta vandræðalegt því fegurðarsamkeppnir eru ekki fá góða umfjöllun í dag, fólki finnst þetta ,,leim‘‘.
Ég gæti skrifað endalaust meira um mínar skoðanir, en deilið endilega ykkar. Finnst ykkur að hægt sé að mæla fegurð, finnst ykkur rétt að dómnefnd sem er vel valin, helst þekktir einstaklingar geti dæmt að ein stúlka sé fallegri en hin? Finnst ykkur keppnin alltaf jafn skemmtileg eða er hún orðin þreytt?

Vil benda á að ég er ekki öfundsjúk eða eitthvað svoleiðis. Þessar keppnir voru mjög skemmtilegar hér áður fyrr, það er bara búið að eyðileggja þær svo mikið. Þetta er jú sniðugt leið til að koma sér á framfæri og byrja módel feril sinn ;)