Góðar fréttir, fólksfjölgunar-sprengjan hefur verið aftengd!!  =D Eins og þið flestöll vitið eflaust, þá hefur offjölgun á heimsvísu verið mikið áhyggjuefni vísindamanna í langan tíma. Þessi gríðarlega SPRENGING í fólksfjölgun sem hefur átt sér stað á 20. og 19. öldinni hefur verið kölluð ein mesta misnotkun mannsins á vísindum og tækni fyrr og síðar.

Af hverju skiptir þetta svona miklu máli? Jú, af því það eru bara tvær mögulegar bremsur á fólksfjölgun:

Hungur, eða getnaðarvarnir.

Ennfremur, þá ber offjölgun beint eða óbeint mikla ábyrgð á stóru vandamálunum sem mannkynið glímir við í dag. Fátækt, hungur, mengun, global warming, stríð, sjúkdómar, eyðing auðlinda, eyðilegging vistkerfa, etc). Í stuttu máli, þá væri allt MIKLU betra ef við, homo sapiens, værum ekki svona alltof, alltof mörg á þessarri plánetu.


En hverjar eru þá fecking góðu fréttirnar??????

Jú, óvænt bylgja í borgvæðingu og tæknivæðingu fólks í fátækum löndum hefur gjörbreytt öllum forspám hingað til! ÞORPIN Í HEIMINUM ERU AÐ TÆMAST HRATT! Þessi borgvæðing (eða “slömm-væðing” í mörgum tilfellum) er að breyta hegðun fólks. Í fátæku þorpi meikar hellings sense að eignast mörg börn, þar eru mörg börn góð fjárfesting. En í borg meikar sense að eignast færri börn, plús að þar hefur maður auðveldari aðgang að getnaðarvörnum.

Það væri alltof langdregið að fara út í allar mörgu, litlu ástæðurnar fyrir því að borgvæðing veldur minni barneignum. Þannig að ég vil enda á því að segja þetta: FÖGNUM ÞESSARRI BREYTINGU Á FORSPÁNNI !!! =D


Hér er samanburður á gömlu og nýju spánum:

Gömlu spárnar:
OH SHITSHITSHIT FJÖLDINN MUN NOKKURNVEGIN HALDA ÁFRAM AÐ TVÖFALDAST Á 40 ÁRA FRESTI EINS OG Á 20. ÖLDINNI. HANN VERÐUR 14.000.000.000 ÁRIÐ 2040 OG 28.000.000.000 ÁRIÐ 2080 OG… WE ARE SO FUCKING FUCKEDY-FUCKED!!! PACK YOUR BAGS AND PREPARE FOR WORLD WAR III D=

Nýju spárnar:
Hmm ef þessi nýja þróun heldur áfram mun fjöldinn stoppa í 8-9 milljörðum og síðan MINNKA HRATT… HALLELUJA HUMANITY IS SAVED!!! VÍÍÍÍÍ


Auðvitað megum við samt ekki hætta að hjálpa fátækari löndunum. Því fyrr sem global fólksfækkunin kemst í framkvæmd, því fyrr geta allir byrjað að lifa betra og áhyggjulausara lífi.








Heimildir:
http://www.ted.com/talks/stewart_brand_proclaims_4_environmental_heresies.html
(hér er fjallað um borgvæðingu og slums ásamt öðrum góðum punktum)

http://e360.yale.edu/content/feature.msp?id=2042
(breið umfjöllun í þessarri grein)