Af hverju eigum við svo erfitt með að sætta okkur við það sem við höfum? Sem manneskjur er það okkur eðlis að byggja hærri byggingar, ná lengra í öllu sem við tökum okkur til handa og alltaf þarf allt að verða stærra, sterkara og fara hraðar.

Það er synd og skömm að mörgu leiti af því við getum aldrei sætt okkur við okkar stöðu. Moldríkur maður með allt sem annars venjulegur maður gæti girnst, vantar sjálfum eitthvað og það pínir hann.

Við getum fundið sjálfvorkun sama hvernig við erum stödd.

Það skondna er, að ef þú tekur mann sem á mikið og tekur allt af honum.. Þá allt í einu eru venjuleg fríðindi eins og heitt vatn bara lúxus í hans augum. Það er annar eiginleiki sem við höfum. Við aðlögumst hratt.

Við höfum einnig þann eiginleika að öfunda. Við öfundum nágrannan af því hann á flottari bíl, flottari kærustu eða flottari hús. Metorðastiginn er því endalaus, sjáið til. Bill Gates, eins og við öll vitum, á nóg af peningum. Hann getur keypt sér hvað sem er. En hann öfundar kannski Cro Cop (atvinnumaður í bardagalistum) af því hann er betri að slást en hann..? Eða Bob Burnquist af því hann er betri á hjólabretti?

Það er ekki oft sem maður sest niður og hugsar: ‘'Þetta gæti ekki orðið betra!’' En oftar en ekki hugsum við: ‘'Þetta ætti að vera betra’' og byrjum á þessum endalausa eltingaleik við fullkomnun.

Stundum er eina meðalið fyrir okkur, að sætta okkur við líf okkar eins og það er.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.