…ég vissi ekki alveg hvar ég átti að skrifa þetta, svo ég skrifa þetta bara hér.

Ég hef áður skrifað um það að ég var misnotkuð af pabba bestu vinkonu minnar (eldri maður)þegar ég var lítil og hef átt mjög erfitt andlega í gegnum tíðina. Þetta var aldrei kært vegna þess það vantaði sannanir og mamma mín og pabbi vissu ekki í hvorn fótinn þau áttu að stíga og sögðu mér að halda þessu leyndu. Ég er alls ekki reið við þau eða vonsvikin, því foreldrar verða alveg jafn ráðvilltir og börnin þegar kemur að kynferðisbrotamálum, en að sjálfsögðu hefðu þau átt að gera eitthvað.

Þessi maður hefur eyðilagt mjög mikið af skólagöngu minni. Einkunnir mínar minnkuðu, sem ég get aldrei breytt aftur, og ég átti mjög erfitt með að læra og einbeita mér.
Félagslíf var úr sögunni og ég missti af heilmiklu á grunnskóla- og menntaskólaárunum, hreynlega vegna þess að ég var skíthrædd við karlmenn.

Ég hætti að spila á hljóðfæri, tvisvar vegna þess að kennarinn var karlkyns. Ég frestaði ökuprófinum mínu vegna þess að kennarinn sem ég þekkti var karlkyns. Ég þorði ekki að hitta afa mína, af því þeir minntu mig á þennan mann, þangað til að annar þeirra dó fyrir nokkrum árum, að ég áttaði mig á því hversu góðan afa ég hafði misst og hefði viljað kynnast betur.
Fyrsta samband mitt enntist í 5 ár. Kynlífið var erfitt fyrir mig og ég sá ekkert gott við það. Sviði, sársauki, ógleði stundum. Komst að því síðar að ég var aldrei hrifinn af þessum strák, gerði bara allt sem hann sagði mér að gera.

Í dag hef ég vinkonu mína á facebook, þó ég tala aldrei við hana. Ástæðan er sú að ég vil fylgjast með hvort henni vegni ekki vel og allt sé í lagi. Hún er yndisleg stelpa og á allt gott skilið.

Fyrir stuttu var hún að eignast litla stelpu, 3 mánaða í dag. Mjög falleg stelpa og er alveg eins og mamma sín.
Aftur á móti fæ ég fyrir hjartað þegar ég skoða fjölskyldumyndir af þeim.
Ég sé myndir af þessum manni halda á þessari litlu telpu, og mér verður óglatt.

Ég veit ekki hvað ég á að gera af því mér finnst ég að hluta til eiga sök á því ef eitthvað gerist vegna þess að ég held að vinkona mín viti ekki af þessu með pabba hennar, ég sagði henni aldrei frá þessu.
Þetta er löngu orðið fyrnt samkvæmt réttar kerfinu og þess vegna get ég ekki kært í dag og farið framm á einhverskonar eftirlit eða fengið manninn í meðferð eða til geðlæknis.
Það sem er enn verra er að hann keyrir strætóinn sem ég tek alltaf í skólann í dag svo ég þarf að horfa upp á þetta ógeð á hverjum andskotans degi, geðveikt happy að eiga barnabarn.

Mér finnst þetta ömurlegt og ég er svo þreytt á að þurfa að standa í því að hafa áhyggjur af einhverju svona sem ég byrjaði aldrei og átti enga sök á.
Mér finnst að þessum manni á að vera skylt að skipta um vinnu vegna mín og þurfa að búa langt frá mér, borga alla sálfræðimeðferð sem ég þarf eftir þetta og vera skylt að fara í meðferð undir stöðugu eftirliti.

Ég hef engan áhuga á peningum, en ég neyta að þurfa að vinna fyrir einhverri meðferð sem á að láta mér líða betur, útaf manni sem átti jafn mikið val og hver annar að gera þetta ekki.

…varð aðeins að hella úr skálum reiði minnar.

En mín basic spurning er sú, eftir að hafa lesið þetta, hvað finnst ykkur um kynferðisbrotamál og hvernig þau eru höndluð hér á Íslandi?

Hvað viljið þið að verði breytt í þessum málum?

og

…hvað mynduð þið gera í mínum sporum? og hafið þið einhver ráð?
“There's a life, there's a death”