Núna ætla ég að tala um „góða“ Guð. Þinn guð ekki minn. Ég ætla aðeins að fjalla um „góðverk“ og náttúrulega engin slæm verk..nei…eða jú! Nefnilega það!

Guð var mjög GÓÐUR.. varðandi manndráp. Hann útrýmdi heilu þjóðunum, notaði efnavopn, eiturhernað og hryðjuverkum.
Og börnunum er kennt að byrja bænirnar sínar með „góði“ guð. What the ****?
Er réttlætanlegt að láta börnin ávarpa hann svona? Nei , nema menn hafii mjööög skrítinn smekk um hvað góðvild er..

Guð herðir hjarta faraós!

Og svo eigum við að heiðra þennan guð? Í annarri mósebók kemur famm að faraó var alls ekki sjálfrátt. Það var Guð sem herti hjarta hanns! Svo neitaði hann hverri bón Ísraelsmanna um að fara á brott!

Guð drekkir egypskum strákum!

Þegar átján ára sveitastrákur frá egyptalandi sem var nýlega tekinn í herinn og ekki nema nýbyrjaður að læra stjórn á stríðsvangi og sem tók þátt í eltingarleik við ísraelsmenn en sá allt í einu öldur rauða hafisins fyrir ofan sér og hann vissi að sín síðasta stund var upprunnin og hann myndi ekki ná að kveðja þá sem hann elskaði…svo var líki hanns skolað upp á land Sínaískaga..þá var það á einhvern hátt til marks um „sigur guðs“?..

Guð heimtar að menn drepi bræður sína!

Hann vildi nú samt ekki gera það sjálfur í þetta skiptið heldur vildi hann að hver maður skal festa sverð sitt sér við hlið og drepa bróður sinn, „vin og nágranna“ (eitthvað boðorð sem fjallaði um að vera góður við þetta gengi?). 1.0000 manns voru drepnir. Móses kallin fagnaði nú auðvitað og var glaður með hvað allir voru duglegir að drepa bræður sína . *klapp klapp*

Guð lætur taka hreinar meyjar!

Já það fannst mér nú leiðinlegast! Í fjórðu mósebók stendur: Þeir réðust gegn Midían eins og drottinn hefði boðið Móses og drápu alla karlmenn… Ísraelsmenn tóku konur Midíaníta og þær, þeirra að herfangi og auk þess allt búfé þeirra, nautgripi og öll auðæfi. Þeir brendu allar borgir á landsvæði þeirra og einnig tjaldbúðir þeirra til ösku. Þeir tóku með sér allt herfangið og ránsfenginn, bæði menn og skepnur…En Móses reiddist og sagði við þá: Hvers vegna hafið þið gefið öllum konunum líf?! … Drepið nú öll sveinbörn, drepið einnig allar konur sem hafa haft mök við karlmann og sofið hjá! En öllum stúlkubörnunum, sem ekki hafa haft mök , skuluð þið gefa líf og halda þeim fyrir ykkur sjálfa!“ …Heyrðu ég kannast við þetta! :D Josef Fritz…?

Guð lætur strádrepa íbúa Aí

Helguðu banni?
Er viljandi verið að gera þetta til að draga fjöður yfir hvað gerðist í raun og veru? „Að helga einhvern banni“ hljómar voða saklaust. Í gömlu Biblíuþýðingunni er þetta aðeins harðneskjulegra! „Og þeir bannfærðu allt sem í borginni var…með sverðseggjum..
En það sem Ísraelsmenn gerðu var einfaldlega að drepa allt sem í borginni var. Menn, konur, unga sem aldna og dýrin! Ógæfu og saklausu Aíamenn eru oft nefndir til sögunar: „ Ísraelsmenn hjuggu Aímenn til síðasta manns, enginn var eftir og enginn bjargaði sér á flótta . … Tólf þúsund féllu þennan dag, karlar og konur, allir íbúar Aí“

Jólin

En nóg af guði..Nú ætla ég að tala smá um jólin.
Upphaflega eru jólin ásatrúa siður! Þá erum við að halda uppá að sólin sé að hækka aftur á lofti! En kristlingarnir tóku nú yfir..Töldu að Jesús kallinn hafi fæðst þá…Núna er ný kenning að hann hafi fæðst um sumar… já good job.

Jesús gekk á vatni

Og já..: „ Jesús gekk á vatni!“…Nei? Doron of, prófessor í haffræði í Flórída telur sig nú hafa fundið vísindalega skýringu á því hvernig Jesús gat gengið á vatni í Ísrael. Loftslag á þessu svæði var mun kaldara fyrir 1.500 – 2.500 árum en því að nota tölfræðilíkön og athuga áætlaðan yfirborðshita í Miðjarðahafi í fornöld hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að á dögum Jesú hafi af og til myndast ísjakar á yfirborði vatnsins.

En já þið megið náttúrulega trúa á það sem viljið! :D
Vildi bara koma þessu á frammfæri og mér finnst rétt að allir kristlingar viti nú sannleikan um „góða“ guð.

Afsakið allar stafsetninga villur!

Heimildir:
Skakki turninn
Lifandi vísindi
Wikipedia
Biblían
Gamla testelmenntið

Guð blessi ykkur og eigið góðan dag.