Ávallt ykkar,
Yðar einlægur keisari, JuliusCaesar er mættur með næsta ritverk sitt, Davíð Oddsson nýr ritstjóri Morgunblaðsins!

Ég sem keisari ykkar hef siðferðilegum skildum að gegna og verð því að upplýsa ykkur um málefni líðandi stundar. Það má segja að góður kunningi minn frá fornu fari sé í deiglunni þessa daganna. Um hvern er ég að tala, jú, engan annan en Davíð Oddsson. Eins og alþjóð veit þá var Davíð gerður að ritstjóra Morgunblaðsins nú í vikunni sem leið.
Áður en lengra er haldið ætla ég að óska Davíð innilega til hamingju með nýja starfið og óska honum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Davíð Oddsson er stórbrotinn maður sem hefur upplifað margt um ævina. Hann er mikill leiðtogi og frábær stjórnandi. Út frá þeim forsendum skil ég yfirmenn Morgunblaðsins fullkomlega að ráða Davíð í þetta mikla og erfiða starf.

Er það samt það eina sem Davíð hefur til brunns að bera til þess að gegna því starfi sem honum hefur verið falið? Nei heldur betur ekki. Víðtæk reynsla hans sem stjórnmálamaður, lögfræðingur og síðast en ekki síst sem seðlabankastjóri hafa skapað þennan mikla persónuleika sem Davíð er.
Ef við skoðum málið út frá faglegum forsendum og spáum í því af hverju hann en ekki einhver annar? Málið er mjög einfalt, í þessum heimi skiptir reynsla og fagmennska mestu máli. Hefur Davíð þetta? Já ég myndi telja það.

Stjórnmálaferill Davíðs er farsæll og glæsilegur, hann gengdi embætti borgarstjóra en þaðan fór hann inn á alþingi og tók síðar við embætti forsætisráðherra og gengdi því embætti um ára bil, störf hans í þágu ríkisvaldsins og löggjafans voru góð og óeigingjörn þó vissulega hafi hann á tímum gert hluti sem ekki voru yfir alla gangrýni hafðir. Enda hafa allir gott af gagnrýni öðru hverju.

Þegar góðum stjórnmálaferli lauk, var Davíð sýnt það traust að vera gerður að seðlabankastjóra, sem við vitum öll að hann lagði sig allan fram um að sinna. Hann var eini maðurinn sem reyndi að vara ríkisstjórnina við því sem framundan væri, en enginn hlustaði, úlfur úlfur sagði fólk.
Þá er síðustu spurningunni ósvarað, býr hann yfir nægilegri fagmennsku til þess að sinna starfi ritstjóra hjá virtasta dagblaði Íslands fyrr og síðar? Hann hefur óumdeilanlega þessa fagmennsku hún kemur bersýnilega fram í öllum starfsferli hans og menntun.

Þannig er mitt mat að færari og betri mann er varla hægt að hugsa sér í starf ritstjóra Morgunblaðsins en Davíð og með Harald Johannessen sér við hlið verður þetta pott þétt ritstjórn.

Hver ætli verði helstu stefnumál blaðsins nú við innkomu Davíðs? Jú ég býst fastlega ráð fyrir því að hann muni beina ritstefnu blaðsins inn á þá braut að upplýsa fólk um skaðsemi þess sem innganga í ESB gæti haft fyrir þjóðina. Einnig má búast við því að hann komi með punkta um bankahrunið sem aðrir menn gætu ekki komið með sökum reynslu leysis.

Nú að lokum langar mig að skora á fólk að hætta þessari vitleysu að segja Morgunblaðinu upp þrátt fyrir það að vera svo vitsmunalega fá frótt um raunverulegar afleiðingar þess að fá Davíð inn á ritstjórnina. Fólk sem vill ekki kynna sér það sem það er á móti getur einfaldlega ekki tekið afstöðu, til þess að mynda sér afstöðu getur þú ekki bara skoðað aðra hliðina á málefninu.

Lifið heil!
Keisarinn