Illa er farið með gott fólk. Nú er mér nóg boðið. Ég er búinn að vera að lesa mig í gegnum allt þetta fjölmiðlafár eftir að trúnaðar glærur Kaupþing banka fóru á netið. Hver er réttur fólks í svona málum? Má bara vaða yfir fólk og spá ekkert í því hvernig farið er mað það?

Ég get ekki með nokkru móti skilið það hvernig, fjölmiðlar geta hagað sér svona. Það skiptir ekki máli þótt það hvíli bankaleynd yfir þessum upplýsingum. Þeim er dreift út um allt, fjölmiðlar virðast ekki hafa nokkrar einustu áhyggjur yfir því að brjóta svo augljós lög. Mér finnst persónulega fjölmiðlar farnir að ganga allt of langt í mörgum dæmum, svona umfjöllun getur rústað mannorði fólks og fyrirtækja. Það er vitað mál að mun auðvelara er að brjóta niður orðspor en að byggja það upp og því er þetta með ólíkindum að fjölmiðlar geti hagað sér svona.

Hvað verður um þetta fólk sem lendir í þessari umræðu, ég tala nú ekki um stjórnendur bankans. Þetta fólk er venjulegt eins og við öll, það á börn og fjölskyldu, þetta fólk verður fyrir aðkasti frá almenningi af því að það er útmálað í fjölmiðlum sem glæpamenn. Margir hafa verið nafngreindir í þessari fjölmiðlaumfjöllun. Samkvæmt okkar frábæru lögum, eiga þessir menn rétt á því að það liggi leynd yfir því hvort og hvað þeir fá lánað frá aðilum sem gefa sig út fyrir það.

Voru þessi lán svo slæm? Ég held nú síður, þarna er bankinn augljóslega að reyna allt hvað hann getur til þess að koma peningum í umferð og þannig reyna að minka þann skaða sem hefði getað orðið ef þeir hefðu ekki farið út í þessar aðgerðir. Þannig að í mínum augum sé ég ekkert annað en gott út úr þessu. Ég trúi ekki öðru en bankinn hafi gert þetta með þeirri fullvissu að þeir fengju þetta allt til baka og gott betur. Frábær áhættusýring var hjá bankanum á þessum tíma samkvæmt því sem ég best veit.

Þannig að í raun eru þeir einu sem eru alvöru glæpamenn í þessu máli, fjölmiðlar og sú hræðilega mannvera sem lak þessari skýrslu á netið. Þá mannveru á að taka og dæma samkvæmt lagabókstafnum okkar.

Aðlokum ætla ég rétt að vona það að sýslumaðurinn (ætli það sé ekki sýslumaðurinn í Reykjavík) sýni gott fordæmi og setji lögbann á þessa skýrslu. Annað væri út úr myndinni og myndi sanna eins og oft hefur komið í ljós að embættis menn landsins eru lang flestir óhæfir til sinna starfa.

Undirritaður keisari ykkar,
Julius Caesa