Guð eða Satan? Ég var að lesa The Satanic Bible og mamma mín sá það.
Hún varð ótrúlega hrædd um að Satan væri að ná tökum á mér og ég færi að trúa allskonar rugli.
Ég reyndi að útskýra fyrir henni að svo væri ekki og að ég myndi ekki trúa á neitt en það var til einskis.
Svo ég verð bara koma því út hér.

Guð
Guð átti að hafa búið okkur til, right?
Hann skapaði okkur, líkamana okkar og skapaði hugsun okkar.
Afhverju eru þá syndir til?
Ef Guð gæti gert allt, þá væru syndir ekki til.
Ef Guð vill ekki að við gerum eitthvað, af hverju segir líkami okkar eða hugur okkar annað?
Allir kristnir menn hafa syndgað einhverntíman á ævi sinni, ef ekki, þá hlýtur það að vera viiirkilega undarlegt fólk því að reyna að geta það að brjóta ekki eina einustu dauðasynd, af þessum sjö [Hroki, Ágirnd, Öfund, Heift, Losti, Nautnasýki, Andleg leti].
Sá sem sýnir mér þá manneskju sem hefur aldrei brotið á neinni þessari synd, semsagt - aldrei fundið fyrir kynferðislegri spennu, aldrei borðað aðeins meira en hann/hún þurfti, gera eitthvað fyrir mann sjálfan sem hann/hún þarfnaðist ekki, langaði í eitthvað sem einhver annar á, aldrei reiðst útaf neinu, aldrei langað að liggja aaaaaðeins lengur í rúminu, aldrei verið pínulítið of stoltur af sjálfum sér, er dýrlingur.

Satan
Satanismi snýst útá að fagna græðgi holdsins.
Það snýst út á það að við eigum að uppfylla okkar dýpstu þrár og ekki skammast sín fyrir það.
Ef við gerum mistök eigum við að sætta okkur við það að það er hægt að gera mistök og reyna að koma í veg fyrir að gera það aftur.
Þetta einfaldlega lýsir bara því hvernig flestir eru, margir kristnir menn gera það sem þau vilja, einfaldlega afþví að þau vilja það.
Til hvers þá að trúa á Satan?
Að trúa á hann finnst mér mjög tilgangslaust.
Kannski er það bara til að representa (fyrirgefið, ég man ekki íslenska orðið) græðgi holdsins.
Reyndar er satanismi líka eitthvað um svartagaldur og svoleiðis en mest er talað bara um græðgi holdsins.

Ég tel að margir menn trúi einungis á eitthvað til þess að finna öryggi, til þess að geta trúið á að eitthvað gott gerist, því þeim t.d. vantar eitthvað, vilja fá ástina sína eða vilja að ástvini gangi eða líði betur.
Þau biðja afþví það er það eina sem þau geta gert.