Kærasti systur minnar er það sem kallað er tölvufíkill.
Hann vinnur við tölvur allan daginn og svo þegar hann kemur heim fer hann beint í tölvuna að spila WOW, Call of duty o.s.fr. (ég held persónlega að ég hafi tekið til í eldhúsið heima hjá þeim og passað börnin þeirra oftar en hann).
Systir mín aftur á móti (sem er líka að vinna allan daginn)kemur heim og þarf þá að elda matin, taka úr uppþvottavélinni, setja í þvottavélina, og hugsa um börnin þeirra fjögur sem eru á aldrinum 1-10 ára.
Og það versta við þetta allt er það að elstu börnin eru að verða alveg eins og pabbi sinn, þau rífast og slást um það hver eigi núna rétt á að vera í tölvunni og þegar þau eru beðin um að gera eitthvað svo sem rétta manni mjólkurfernuna horfa þau á mann líkt og maður sé fáviti og segja “NEI”.
Þegar að systir mín er veik hangir mágur minn í tölvunni og lætur hana um að þrífa eldhúsið (ég gerði það samt fyrir hana síðast, hún var alveg að drepast varð að taka sér frí í vinnunni. Og getið hver sat í tölvunni á meðan) og passa krakkana.
Ég tala nú ekki um þegar þau eru bæði veik. Þá er hún með allt liðið, gefur því að borða, þrífur eftir það hjálpar krökkunum að æla efað þau eru líka veik. Á meðan liggur kærastinn uppi í sófa eða hangir í tölvunni.
Það fyndna er að systir mín veit af þessu en gerir ekkert.
Ég sagði fyrir stuttu við hana meira í gríni að oft væru óhreinir sokkar og föt liggjandi um stofuna.
Hún varð svo reið að hún fór að skella skápum og kastaði að lokum álbakka í veggin á móti.
Þannig er það nefnilega að ég hef aldrei séð hana verða svona reiða við kærastann sinn, samt hafa þau verið saman síðan áður en ég fæddist.
Mig langaði að öskra á hana að hún yrði nú að taka sig til og ekki láta þetta bitna á mér en ég var of hrædd og sár til þess að segja nokkuð heldur tók dótið mitt saman og fór.
Þegar ég var minni var ég lögð í einellti af einni stelpu sem æfði með mér körfubolta. Mér fór að líða svo illa á æfingum að ég fór smátt og smátt að missa sjálftraustið og í kjölfarið fór ég að vanrækta vini mína, segja nei þegar þeir komu að spyrja eftir mér o.s.fr. það endaði þannig að ég missti þá næstum alla að lokum.
Eitt leiddi af öðru og ég fór að spila Sims 2 af kappi. Kom heim úr skólanum, sleppti að læra og fór í tölvuna. Í Sims gat ég búin til mína eigin veröld þar sem gott var að vera. Ég uppgötvaði fljótt að þegar ég var í leiknum gleymdi ég öllu öðru í kringum mig og allar vondu tilfinningar gufuðu upp.
Þetta gekk á í næstum þrjú ár. Þegar ég loksins áttaði mig var ég komin í mikla ofþyngd og var komin góða leið með að komast ekki inn í menntó.
Þegar ég hugsa um kærasta systur minnar er þetta sem ég fór í gegnum góð lýsing yfir hann. En ef honum líður illa yfir einhverju þá sér hann ekki fyrir því hvað systur minni líður illa, né hvernig börnin hans smám saman dragast með inn í þessa vanlíðan.
Þegs vegna langar mig að spyrja hvort nokkur hafi vitað eða jafnvel lent í svipuðum aðstæðum og systir mín er að rembast við að lifa í.
Hvernig er hægt að láta einhvern sjá sannleikan án þess að jagast endalaust um hann?