Jafnvel þótt að ég sé bara 15 ára, þá hugsa ég mjög mikið um pólitík, stjórnir og daglegar fréttir á Íslandi. Sérstaklega núna nýlega, þar sem staðan á íslensku krónunni snertir okkur öll.
Það er hægt að lýta á þingmennina eins og okkur börnin í efstu bekkjum grunnskóla og uppí framhaldsskóla, það bara hvílir meiri ábyrgð á þeim. Ég er í nemendaráði í mínum skóla og hef tekið eftir því að við “krakkarnir“ högum okkur alveg eins og lítil þjóð. Jafnvel þótt að við viljum öll það sama, þ.e. að allir séu ánægðir með okkar vinnu og árángur, þá höfum við öll mismunandi hugmyndir hvernig við gætum farið að því.
En allavega við í skólanum höfum fattað það, að jafnvel þótt að við gerum ekki allt eins og við persónulega viljum, þá eru krakkarnir að jafnaði mjög ánægðir, við vinnum saman að þessu og reynum að finna sameiginlegt ráð á öllu sem kemur upp. Málamiðlun skiptir mestu máli, jafnvel þótt að einhver komi með hugmyndir frá minnihlutahóp þá á hann alveg jafn mikið rétt á að koma sínu á framfæri eins og hinir. Við í nemendaráði skólans erum lýðræðislega kosinn til að koma okkar skoðunum og þeirra sem kusu okkur á framfæri, alveg eins og með þingmennirnir. Ef að útkoman á vandanum verðum með ráðum frá öllum hópum skólans, þá verða nær allir ánægðir.
En sumir eru samt sem áður þröngsýnari en aðrir, sem betur fer ekki jafn mikið í skólanum og fullorðna fólkið getur verið. Maður heyrir kannski einhvern mann segja að “þessi“ flokkur sé skítaflokkur, og að “þessi“ þingmaður viti ekkert í sinn haus, og krakkarnir taka þetta allt til sín. Ég hef alveg orðið vitni að því að krakkar séu að rífast um pólitík, sem þau samt vita ekki nóg um. Þau koma með einhver svona skítyrði á einhvern háttsettann mann sem þau hafa heyrt einhver náinn sér segja í reiði sinni. Við eigum það nefnilega til, fullorðnir sem börn að öfunda einhvern sem hefur meiri völd en við. Okkur finnst hans skoðanir fáránlegar, og þar af leiðandi líka að hann fái svona miklu að ráða.
Við verðum að opna hugann, ástandið á Íslandi mun gera okkur öll sterkari á endanum! Það sem drepur okkur ekki gerir okkur aðeins sterkari! Það er þannig ef við trúum því. Svo sannarlega skal ég segja, því að mín fjölskylda hefur gengið í gegnum markt en við stöndum enn upprétt og við gefumst ekki upp. Ekki láta neinn stoppa þig. Mig langaði að koma þessu á framfæri því að ég held að þetta nái til ykkar flestra sem vitið stundum ekki hvar þið eigið að standa lengur. Svarið er auðvelt, þið standið með sjálfum ykkur! Þið standið með fjölskyldunni og vinunum, þið standið með nágrönnunum og Jón og Gunnu niðrí bæ. Af persóunlegri reynslu þá veit ég það fyrir víst að ef að þú gefur af þér til fólks þá færðu það alltaf á endanum til baka. Unga kynslóðin hefur gott á því að læra það að við lifum ekki á lánum og yfirdráttum. Það ættu allir að geta spjarað sig hérna á Íslandi, sem betur fer erum við með bætur fyrir fólk sem er ekki í ástandi til að spjara sig sjálf.
Sunna Kristinsdótti