Ég verð að byrja á því að segja að ég er ekki að gera sjálfa mig að einhverjum píslarvotti eða aumingja, því ég veit að það er fólk sem hefur það miklu verra en ég. Ég varð bara að segja þetta einhverstaðar og þetta er alveg eins gott og annarstaðar.

Þetta byrjaði allt þegar amma veiktist. Ég hafði aldrei misst neinn nákominn og ég vissi að núna færi að styttast hjá henni elskunni. Þetta var í ársbyrjun 2005. Alveg hrikalegur tími fyrir fjölskylduna, amma greindist með alzheimer. Fyrir fólk sem ekki veit hvað það er þá er það sjúkdómur í heilanum sem drepur niður heilafrumur, það er ekki bara að fólk gleymi hlutunum og sé alveg stálslegið heldur fara flestir að hrörna í líkamanum og geta bráðum ekkert labbað og þannig háttar. Eftir þó nokkuð stutta og mjög erfiða baráttu, ekki sanngjarnt hvað henni hrörnaði hratt, dó amma núna í febrúar 2008. Ég elska allt sem tengist tónlist, enda kenndi amma mér allt sem ég veit í sambandi við það. Ég sakna hennar svo ólýsanlega og ég vildi að ég hefði bara fengið aðeins meiri tíma með henni.
Svo ótrúlega sterk manneskja og vel liðin í samfélaginu.
Aðeins um mánuði síðar dó maður systur mömmu í slysi, á besta aldri, eða aðeins um fimmtugt. Hann var ekki eins og einhver fjarskyldur ættingi, heldur var hann sá sem hélt þessari fjölskyldu saman og dreif hana af stað í útilegur og allt þetta. Hann var svo mikill gleðigjafi, sífellt hlæjandi og brosandi og ég sá hann ekki án þess að hann faðmaði mig. Einn besti maður sem ég hef hitt. Sömu helgi dó pabbi vinkonu minnar.
Langamma mín dó svo mánuði síðar, ellinni sökum, en samt, ég get ekki hætt að hugsa hvenær er komið nóg ? Hvenær finnst guði komið nóg ?
Núna, þá get ég ekki hætt að hugsa um að ef ég geri þetta, geti ég lent í slysi, ég gæti hugsanlega dáið eða á þá leið.
Mér finnst ég bara svo gjörsamlega týnd í sambandi við allt. Ég veit ekkert hvernig ég á að höndla allar tilfinningarnar sem eru í gangi. Ég skil ekki hvernig allt getur verið svona óréttlátt,að ég tali nú ekki um þá sem standa þeim nærri en ég eins og systir mömmu sem missti manninn, mömmu sína og mág sinn á einum mánuði. Ég dáist alveg að því hvað hún er sterk og ákveðin og dugleg. Ég næ þessu ekki, ég er ekki að ná þessu! Ég er svo ótrúlega reið, sár, döpur og vonsvikin út í lífið. Ég á stundum alveg bágt með mig, ég bara fæ tár í augun á meðal almennings. Ég veit ekki hvernig ég á að höndla þetta. Ég get bara ekki meir, ég er að springa.

Þetta var nú ekki hugsað sem neinn tilgangur, ég er ekki að nöldra yfir neinu eða kvarta, ég er bara að springa og ég hefði sprungið ef ég hefði ekki skrifað þetta niður.
Takk fyrir mig.
can we leave the light on, boss ?