Skegg 2. Ég er aðeins karlmannlegri í dag, ég skipti ekki um
sokka viljandi í morgunn og rúnkaði mér án þess að þvo mér
um hendurnar á eftir. Það er engum líkamleg þægð í því að
gera sér dælt við hörund mitt í dag sökum þess vaxtabrodds
sem á sér nú stað.
Það er sem hárvöxtur minn sé tilfinningalegs eðlis því eftir að
ég gerði ykkur kunngjört í gær að ég ætlaði að safna skeggi í
níutíu daga þá breyttist líf mitt í einni svipan.

Ég er hustler, ég er robinson krúsó, ég er rafvirkinn sem kann
á hljóðfæri og konur.
Ég er loðinn og stoltur af því. Ég geri mér grein fyrir því að í
sjón þá lít ég kannski ekki út fyrir að vera úttroðinn af þessu
atgervi mínu en trúið mér að andi minn og trú flytur
efasemdarfjöll ykkar til fjarlægra heiða og býr til úr þeim
skjólgóða garða þar sem hamingjan ein fær dafnað.

Þegar ég tók þessa ákvörðun þá vissi ég að ég yrði að segja
einhverjum frá henni en þó ekki mínum nánustu fyrr en ég hef
staðið við hana og þess vegna ætla ég að biðja ykkur fyrir
þetta. Ef þið sjáið mér bregða fyrir í Hagkaupi eða
pelsabúðini eða öðrum slíkum verðbólguvelunnurum þá
skuluð þið sussa á litla heilagrjónið því þið fáið kraft minn þá
og aðeins þá óskertan í hvern þann part líkamans er krafts er
þurfi. Góðar stundir þangað til á morgun.