Á þorláksmessu fór ég með litlu fjölskyldunni minni á kaffihús á laugaveginum! Ég pantaði mér kakó í tilefni jólahátíðarinnar og fór svo að líta í kringum mig. Staðurinn var þéttsetinn og allir virtust vera í jólaskapi. Á næsta borði sátu mæðgur, stelpan var svona 6 ára og móðirin um 30, hún var að tala í símann. Ég sá að stelpan var í ekta prinsessukjól og var í flottri kápu yfir með kórónu á höfðinu og töfrasprota í hendinni.. algjör dúlla og var að sveifla töfrasprotanum fram og aftur. Hún sagði ekki orð og var eins og engill.
Það sorglega við þetta er að í þann klukkutíma sem ég sat á kaffihúsinu sagði móðirin ekki eitt aukatekið við hana, hún var nefnlega að tala í símann. Hún talaði þvílíkt hátt, enginn komst hjá því að taka eftir henni, auk þess að hún reykti eins og strompur beint ofan í stelpuna! Aumingja litla stelpan… svaka fín og spennt yfir að fara í bæinn, á kaffihús með mömmu. Svo talar mamman ekkert við hana og hún var orðin svo sorgbitin og dauf í lokin, hætt að sveifla sprotanum og starði bara á mömmuna! Ég var orðin svo reið.. mig langaði að standa upp og rífa símann af konunni og segja henni að hugsa aðeins um barnið sitt.
Hún sýnir ekki heiminum að hún sé góð mamma með því að klæða hana eins og prinsessu.. heldur með því að láta barninu að fá þá athygli sem það á skilið og sinna því.
Ég sé enn eftir því að hafa ekki sagt neitt við hana… líka því að það var greinilegt að hún var ekki að tala um neitt merkilegt í símann… þessi dagur… þessi stund var þúsund sinnum meira virði fyrir litlu stelpuna heldur en þetta langa símtal var fyrir móðurina!
Þetta er svo sorglegt :(