Hafið þið orðið svo ástfangin af einhverjum og ekki þorað talað við hana/hann og sýnt ást þína? Og hún/hann svo uppgötvað ást þín en þú klúðrað málum? Og hún/hann horfið og öll tækifæri úti? Bara útaf því þú varst of mikill aumingji til að taka fyrsta skrefið? Vita aldrei í hvorn fótinn á að stíga?

Ég lenti í þessu í 3 fjandans ár, ætla ég aldrei að upplifa það helvíti aftur, og að gera svona góðri sál og henni sem ég varð svo heithjarta af illt! Ég mun ætíð elska hana og geri hvað sem er til þess að fá annað tækifæri að verða að betri manni og gera það sem ég vildi ætið innst inni og gera minnsta kosti eitt góðverk í garð hennar! En þetta er reynsla, þótt hún sé svört þá lærir maður af henni og gerir mann sterkari! Það er ekkert sem getur haggað mig lengur, ég er kaldur steinn sem ekki er hægt að brjóta, sama hversu maður lemur! Hjarta mitt er lokað inni í köldu búri og mun það búr aðeins opnast fyrir henni, og mun það vera þar til eilífðar ef mín eina ást finnst ekki aftur! Ég mun ætíð vera trúr henni og engri annarri, freisting nær ei til mín!