Hér mun ég tala um málefni sem er svolítið viðkvæmt en mér finnst að það verður að ræða um þessi mál. Vinsamlegast takið til þess að þetta eru mínar skoðanir og mínar hugmyndir sem ég hef mótað, Við erum öll öðruvísi :).

Í dag á maður verður að fylgja straumnum í okkar samfélagi t.d eitthver frægur gaur ákveður að hafa eitthvað ákveðið þá fylgir og gerir fólk álíka eins og hann, til dæmis í kringum tískuiðnaðinum. Margir eru að herma eftir þessum og hinum vegna þrýstings eða finnst vera ekki í hópnum (sambandi við klæðnað, reykja,drekka, hárgreiðslu, talsmáta og svo framvegis), það er allt í lagi að ekki fylgja straumnum, þú ert ekki verri ef þú fylgjir ekki. Ég er á því máli ef við erum við sjálf mest megnis þá virðum við hvað annað fólk er breytilegt t.d þá hætta þessar leiðinlegar erjur milli “sterio-types”. Mér finnst allt fólk ætti fara eftir sínu höfði en ekki eins og hópurinn í kringum ykkur er. Ég sjálfur hef ákveðið að hætta vera “kameljón” eins og ég kalla það og vera ég sjálfur, og hvet aðra til að gera það.

Í dag þar sem krónan er há, launavextir háir, fasteignir háar, leiguíbúðir háar og matvörur eru háar og sumt fer hækkandi ( þótt að Vsk var lækkað niður um 7%).
Í raun erum við að vinna og vinna en náum ekki að borga alla þessa skuldir og lán fyrr en við dettum niður dauð, þrælum út fyrir hvern?? Jú fyrir peningamenn oh Banka og þeir merg sjúga þjóðina með háum vöxtum og annari þvælu. Þeir sem hafa best í þessum málum eru þessir sem eiga stórfyrirtæki og gamla fólkið sem keypti fasteignir þegar verðbólgan var mikil og lánin eyddust upp. Það er ekki eðlilegt fyrir einbýlishús sem var 12-20 milljónir fyrir nokkrum árum að fara í 40-60 milljónir og vextir á lánum allavegana búnir að minnsta kosti hækka um 2%
Svo fyrir ungafólkið, sem á eftir að kaupa sér íbúð eða leigja sér íbúð, Það á eftir að vinna eins og brjálað fólk til þess að standa ekki skuldum og þegar uppi staðið þá hafa þeir borgað meira en 5 falt verð fasteignarinnar. Svo hefur matarkostnaður ekki mikið breyst, það lækkaði þegar breytingin stóð yfir en smátt og smátt fer hækkandi aftur. Ég vil ekki vinna eins og brjálæðingur til þess að eiga heima í ömurlegu húsi, bara svo einfalt, það verður að breyta þessu.

Ég geri grein fyrir því að ríka fólkið er oft og tíðum fínt fólk en valdið sem þau hafa hryllir mig stundum, því í peningum er máttur útaf græðgi hjá flestu fólki. Að mínu mati eiga allir að taka það sem þeir þurfa, þannig voru lög eitt sinn í gamla daga, að taka meira en þú þarft frá nátúrunni en græðgi rústaði þessu, misnotkun á kerfi okkar og búið þennan heim án misskunnar. Ef ég ætti ósk þá myndi ég óska þess að hugsunarháttur mannkynsins sem heild verði miklu betri.
Takk fyrir að lesa skoðanir mínar :)
I can't help it!…I'm Metally Insane!