TOMODACHI - Lúði... Framhald? Vil segja ykkur frá annari grein minni því þetta mun vera framhald: http://www.hugi.is/tilveran/articles.php?page=view&contentId=5072186#item5091057. En já þarna getið þið séð listann minn sem núna er svona eftir þrjár breytingar

(X) Losna við gleraugun mín
(X) Fá mér linsur
(X) Klippa á mér hárið stutt
(X) Lita á mér hárið ljóst
(X) Fylgjast betur með tískunni
(X) Fá gat í naflann
(er hætt við) Fá gat í tunguna
(X) Fá mér helix (gat ofarlega í eyranu)
(X) Fylgjast með tónlistar ,,tískunni”
( ) Fara í lýtaaðgerð

Jæja það gengur nú bara miklu betur hjá mér og mér líður bara frábærlega með þessar breytingar! Fólk sem gaf álit á hina greinina var allt ,,gerðu ekki öðrum til þóknunar heldur sjálfri þér” og ég hugsaði umm… ég geri þetta fyrir mig og engin væntir neins af mér. Ég er nú bara með miklu meira sjálfstraust og ég er byrjuð að vera frekar ófeimin og hef eignast fleiri vini. Ég held samt að þegar ég gerði þennan lista þá var ég í hrikalegu þunglyndi og var alveg ógeðslega hress alltaf í skólanum og engin vildi vera með mér (I wonder why) eftir skóla eða um helgar.

Núna er vinkona mín með anorexíu og hún er alltaf ein og það er af því að hún er alltaf svo dauf og þreytt… ekki skemmtilegt og í leiðinni mjög sorglegt! Hún er proffinn í bekknum og talaði alltaf hátt þegar hún var að svara kennaranum en núna umlar hún eitthvað sem engin skilur og er alltaf einhvern veginn óbeint út í horni ef þið skiljið mig. Ég er jú alltaf að reyna vera með henni allavega í frímínútum svo hún fari ekki út að skokka eða eitthvað. Well my point is er að maður verður að vera glaður og hress með gott sjálfstraust til að eignast vini. Það er ekki gott að reyna það allt í einu þegar maður er í kafi í þunglyndi en það er gott að breyta til ef maður vill en ekki ef maður vill það ekki og er ,,ánægður” með sjálfan sig alveg eins og maður er.

Reyndar áðan þá var ég að tala við vinkonur mínar á netinu og skrifaði MEÐ SVONA LETRI og skrifaði svo á eftir því kv. tomodachi sem er orðin pirruð. Jæja þær áttu nú ekki að taka þessu illa en þá kom þetta svar til baka;

ef þú ætlar alltaf að verða pirruð ef e-r kemur með komment þá ætla ég
ekki að vera með! alveg róleg sko.. hundleiðinlegt þú ert sko
að tala við vinkonur þínar hér!


Það bara bregst ekki að ég get ALDREI gert neitt að viti og þarf alltaf að gera eitthvað vitlaust! Þótt ég sé að reyna vera góð og ekki eignast neina óvini þá koma þeir nú samt þótt ég hafi aldrei ætlað að særa neinn… eru fleiri þannig hér eða er ég bara ein á báti?
Can we bring yesterday back again