Ég er sumsé að fara að flytja til Englands 23 júlí á þessu ár og er í miklum pælingum þessa dagana…

Ég fór í atvinnuviðtal hérna úti fyrir einni og hálfri viku og var ráðun á staðnum en ég byrja að vinna 13 ágúst en kem hingað nokkru áður til að settla mig niður og koma öllu eins og það á að vera.

Ég verð að viðurkenna að ég er fáránlega kvíðin og stressuð, ég veit ekki alveg hversvegna en ég held að það sé tengt því að seinast þegar ég bjó erlendis fór allt til fjandans hjá mér og ég endaði á því að vera helmingi styttri tíma en ég ætlaði mér.
Gæti líka verið það að ég er hrædd við það að fá heimþrá… sakni vina og syskina ásamt foreldra minna, ég er rosalega heimakær og hef vanalega fengið heimþrá eftir einhvern tíma en ég er líka ákveðin í því að ég ætli mér ekki að festast á einhverjum stað.

Ég hef alltaf elskað það að ferðast og geri eins mikið af því og ég get, það er hluti af lífi mínu að kanna veröldina… er eins og lítill krakki í nammibúð þegar ég hef færi á því að ferðast.

Ég er þegar farin að skrá niður það sem ég ætla að taka með mér til Englands og hvað þarf að fara í geymslu ásamt því hverju ég ætla að henda og slíkt, er á algeru butterfly stigi núna, er að deyja úr hamingju yfir því að vera að fara en er sömuleiðis að deyja úr kvíða, blendin tilfinning.

Hvað þarf maður eiginlega að hafa í huga fyrir flutningana?
Hvað á maður eiginlega að taka með sér?
Hvernig á maður að standa í öllu þessu?
Er eitthvað sérstakt sem ber að hafa í huga?

Jeminn sjálfur… ég held ég sé að fara yfirum :(